Ráðstöfunartekjur jukust um 7,1%

AFP

Þrátt fyr­ir sam­drátt í launa­tekj­um heim­ila á ár­inu 2020 er áætlað að ráðstöf­un­ar­tekj­ur þeirra hafi auk­ist um 7,1% borið sam­an við fyrra ár. Þetta kem­ur fram á vef Hag­stofu Íslands.

Áætlað er að ráðstöf­un­ar­tekj­ur á mann hafi numið tæp­lega 4,2 millj­ón­um króna á ár­inu 2020 og hafi auk­ist um 5,4% frá fyrra ári. Þá er áætlað að kaup­mátt­ur ráðstöf­un­ar­tekna heim­ila hafi auk­ist um 2,5% á sama tíma­bili. Í mæl­ing­um á ráðstöf­un­ar­tekj­um heim­il­anna árið 2020 gæt­ir merkj­an­legra áhrifa kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins og þeirra aðgerða sem gripið var til í þeim til­gangi að draga úr efna­hags­leg­um áhrif­um hans.

Hag­stof­an birt­ir nú í fyrsta skipti bráðabirgðatöl­fræði um ráðstöf­un­ar­tekj­ur heim­il­anna sam­kvæmt aðferðafræði þjóðhags­reikn­inga en hingað til hafa fyrstu niður­stöður birst um 15 mánuðum eft­ir lok viðmiðun­ar­tíma­bils. 

„Heild­ar­tekj­ur heim­il­anna juk­ust árið 2020 um 3% frá fyrra ári. Sá liður sem veg­ur þyngst í hækk­un ráðstöf­un­ar­tekna heim­il­is­geir­ans eru líf­eyris­tekj­ur og fé­lags­leg­ar til­færsl­ur sem áætlað er að hafi auk­ist um ríf­lega 105 millj­arða frá fyrra ári eða um 27%. Þar af nam aukn­ing í greiðslum al­mennra at­vinnu­leys­is­bóta ríf­lega 30 millj­örðum króna auk greiðslna hluta­at­vinnu­leys­is­bóta sem áætlað er að hafi numið um 23,5 millj­örðum króna á ár­inu. Í aukn­um fé­lags­leg­um til­færsl­um gæt­ir einnig áhrifa annarra aðgerða stjórn­valda vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins, meðal ann­ars greiðslu sér­staks barna­bóta­auka.

Aukn­ar líf­eyris­tekj­ur heim­ila skýr­ast einkum af tíma­bund­inni heim­ild til út­tekt­ar sér­eign­ar­líf­eyr­is­sparnaðar sem áætlað er að hafi numið rúm­lega 20 millj­örðum króna á ár­inu 2020. Líf­eyris­tekj­ur og fé­lags­leg­ar til­færsl­ur námu um 18% af heild­ar­tekj­um heim­il­anna árið 2020, sam­an­borið við ríf­lega 14% árið 2019.

Trygg­inga­gjöld at­vinnu­rek­enda og launa­fólks heim­il­is­geir­ans dróg­ust sam­an um 1% á ár­inu 2020 borið sam­an við fyrra ár sem skýrist meðal ann­ars af auknu at­vinnu­leysi og aðgerðum stjórn­valda sem gerðu launa­greiðend­um kleift að fresta tíma­bundið skil­um á trygg­inga­gjaldi,“ seg­ir á vef Hag­stofu Íslands. 

Launa­tekj­ur heim­il­anna dróg­ust sam­an

Áætlað er að launa­tekj­ur heim­ila hafi dreg­ist sam­an um 2% á milli ár­anna 2019 og 2020 en skatt­ar á laun hafi dreg­ist sam­an um 1% á sama tíma­bili. Skýrist sam­drátt­ur í launa­tekj­um heim­ila einkum af auknu at­vinnu­leysi en sam­kvæmt áður birt­um niður­stöðum þjóðhags­reikn­inga fækkaði starf­andi ein­stak­ling­um á vinnu­markaði um 4% á ár­inu 2020 borið sam­an við fyrra ár. Í mæl­ing­um gæt­ir jafn­framt áhrifa kjara­samn­ings­bund­inna launa­hækk­ana auk óbeinna áhrifa aðgerða stjórn­valda gagn­vart fyr­ir­tækj­um. Launa­tekj­ur heim­il­anna námu 58% heild­ar­tekna þeirra árið 2020 og hef­ur hlut­deild launa­tekna ekki verið lægri síðan árið 2014.

Eigna­tekj­ur heim­ila juk­ust um 2% á ár­inu 2020 borið sam­an við fyrra ár sem skýrist einkum af aukn­um inn­lán­um en áætlað er að vaxta­tekj­ur heim­ila hafi auk­ist um 12% á tíma­bil­inu. Áætlað er að vaxta­gjöld heim­ila hafi hins veg­ar dreg­ist sam­an um 1% á ár­inu 2020 borið sam­an við fyrra ár.

mbl.is