Ferð varðskipsins Þórs tók óvænta stefnu

Mælingar í Kolbeinsey.
Mælingar í Kolbeinsey. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Varðskipið Þór hefur verið á ferð fyrir norðan land meðal annars við mælingar á Kolbeinsey frá því í síðustu viku. 

Skipið var í höfn á Þórshöfn á Langanesi eftir mælingar þegar stjórn­stöð Land­helg­is­gæsl­unn­ar barst beiðni um aðstoð frá áhöfn skips­ins í há­deg­inu á sunnudaginn vegna vélarvana línuskips um 40 kílómetra norðan við Langanes. 

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að skipstjóri línuskipsins hafi haft aftur samband við Þór, áður en skipið var komið á svæðið til að vara við því að einhverjir í áhöfn sinni hefðu fundið fyrir flensueinkennum. 

„Í kjölfarið gat stjórnstöð Landhelgisgæslunnar ræst út viðeigandi viðbragð, það er að segja látið sóttvarnaryfirvöld í héraði vita,“ segir Ásgeir. 

Þór kom svo að skipinu um klukkan 18 á sunnudegi, þar sem línu var skotið á milli skipanna og skipið tekið í tog. „Það gekk allt saman vel,“ segir Ásgeir. 

Skipið var komið um klukkan þrjú að nóttu í höfn á Þórshöfn þar sem áhöfnin fór í sóttkví. Sýnataka fór fram um klukkan átta í gærmorgun og kom niðurstaða úr henni síðdegis í gær. Enginn í áhöfninni reyndist smitaður. 

Myndir af þessum ferðum má sjá hér: 

Þór séður frá Kolbeinsey.
Þór séður frá Kolbeinsey. Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Línu skotið yfir í Þórsnes sem var vélarvana á miðunum.
Línu skotið yfir í Þórsnes sem var vélarvana á miðunum. Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Lagt upp að höfn á Þórshöfn, sem nú er heiðursheimahöfn …
Lagt upp að höfn á Þórshöfn, sem nú er heiðursheimahöfn Þórs. Ljósmynd/Landhelgisgæslan
mbl.is