Fundin eftir tólf ár á vergangi

Tásla er feimin en ráðagóð kisa. Hún hefur verið týnd …
Tásla er feimin en ráðagóð kisa. Hún hefur verið týnd í ellefu ár en fær að njóta efri áranna í faðmi eiganda síns. Ljósmynd/Villikettir

Stund­um ger­ast krafta­verk­in og á það sann­ar­lega við um kis­una Táslu. Eft­ir að hafa verið í tólf ár á ver­gangi snýr hún aft­ur til síns heima en henn­ar hef­ur verið saknað síðan árið 2009.

Tásla hef­ur lifað tím­ana tvenna. Þegar hún bjó hjá sín­um fyrsta eig­anda fór hún oft á flakk í nokkra daga en einn dag­inn höfðu óvenjumarg­ir dag­ar liðið síðan hún lét sjá sig á heima­slóðum og fór þá eig­and­inn að hafa áhyggj­ur. Var Tásla þá fjög­urra ára. 

Síðan þá hef­ur hún átt eitt heim­ili svo vitað sé, í bryggju­hverf­inu. Ekki leið á löngu þar til hún strauk þaðan og hreiðraði um sig í Árbæn­um. 

Orðin sex­tán ára heldri dama

Eft­ir að hafa leitað í heilt ár gaf eig­and­inn upp von­ina, það var ekki fyrr en um dag­inn sem hann rakst á kunn­ug­legt and­lit á In­sta­gram-síðu Villikatta og gat tekið gleði sína á ný. Þarna glitti í kisu með hálf­hvítt and­lit með brún­um bletti á hægri hlið og ekki var um að vill­ast að þarna væri Tásla á ferð, göm­ul og reynsl­unni rík­ari. Hún hafði reynd­ar fengið nafnið Mía.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Villikett­ir (@villikett­ir)

Tásla er nú orðin sex­tán ára heldri dama, feim­in en ráðagóð. Fær hún að njóta efri ár­anna í faðmi eig­anda síns sem er nú him­in­lif­andi að fá Tásl­una sína aft­ur heim, ell­efu árum síðar. 

Villikett­ir fá oft ábend­ing­ar um ketti á ver­gangi líkt og í til­felli Táslu. Barst til­kynn­ing um kisu í Árbæn­um sem væri lík­leg­ast á ver­gangi en þó vel far­in og aug­ljóst að hún átti hauka í horni sem sáu henni fyr­ir mat.

„Það er svo mik­il meðvit­und meðal Íslend­inga í sam­bandi við dýra­vernd og kis­ur eiga marga vini hér. Við erum með mörg þúsund fylgj­end­ur á In­sta­gram, Snapchat og Face­book til sam­ans,“ seg­ir Arn­dís Björg Sig­ur­geirs­dótt­ir formaður Villikatta.  

View this post on In­sta­gram

A post shared by Villikett­ir (@villikett­ir)

Al­gengt að kis­ur snúi heim eft­ir tvö til þrjú ár

Arn­dís seg­ir al­gengt að kis­ur sem hafi verið týnd­ar í tvö til þrjú ár kom­ist í leit­irn­ar og fái að snúa til fyrri eig­anda en einu sinni hef­ur það gerst að kisa sneri heim eft­ir sex til átta ára fjar­veru. Arn­dís þekk­ir eng­in dæmi um að kisa hafi kom­ist til fyrri eig­anda eft­ir að hafa verið jafn­lengi á ver­gangi og Tásla og er því sann­ar­lega um ein­stakt dæmi að ræða.

Villikett­ir eru fé­laga­sam­tök sem hafa að mark­miði að koma villikött­um til hjálp­ar með skipu­leg­um aðgerðum en þar veg­ur þyngst að ná dýr­um, gelda þau og fram­kvæma ófrjó­sem­isaðgerðir. Hægt er að fylgja þeim und­ir not­end­a­nafn­inu @villikett­ir á In­sta­gram, Face­book og Snapchat.

mbl.is