Bæta ekki við bátum í viðskipti

Vignir G. Jónsson ehf. á Akranesi.
Vignir G. Jónsson ehf. á Akranesi. Ljósmynd/mbl.is

All­mörg fyr­ir­tæki víða um land taka við grá­sleppu og grá­sleppu­hrogn­um á vertíðinni. Meðal þeirra er Vign­ir G. Jóns­son ehf. á Akra­nesi, dótt­ur­fyr­ir­tæki Brims, sem hef­ur unnið kaví­ar úr grá­sleppu­hrogn­um í ára­tugi. Jón Helga­son fram­kvæmda­stjóri seg­ir að staðan sé þannig núna að veiði sé mjög góð og fyr­ir­tækið hafi ekki haft tök á að bæta við bát­um í viðskipti. Fyr­ir­tækið greiðir 130 krón­ur fyr­ir kílóið af heilli grá­sleppu.

„Við ein­beit­um okk­ur að því að taka sem lengst við grá­sleppu frá okk­ar viðskipta­vin­um, sem sum­ir hafa verið lengi hjá okk­ur. Eins og staðan er núna get­um við samt engu lofað um hversu lengi við get­um tekið á móti,“ seg­ir Jón.

Fyr­ir­tækið sker grá­slepp­una og salt­ar hrogn­in á Vopnafirði og á Akra­nesi og er sterkt á nærsvæðum þess­ara staða, en er einnig með báta í viðskipt­um ann­ars staðar að. Nú er unnið að því að salta hrogn­in og út­búa hrá­efni fyr­ir kavíar­fram­leiðslu síðar á ár­inu.

Eins og fram kem­ur hér á síðunni eru ein­hverj­ir kaup­end­ur farn­ir að kippa að sér hönd­um. Farið er að saxast á fjölda veiðidaga hjá mörg­um og í byrj­un vik­unn­ar höfðu 14 bát­ar lokið vertíð.

mbl.is