Góð vertíð, en talsverð verðlækkun

Áhöfnin á Hilmi.
Áhöfnin á Hilmi. Ljósmynd/Júlíana Ágústsdóttir

„Veiðarn­ar hafa gengið ótrú­lega vel, en það er seg­in saga að þá hrap­ar verðið og fáir vilja kaupa,“ seg­ir Jón Vil­hjálm­ur Sig­urðsson, skip­stjóri á Hilmi ST 1 frá Hólma­vík. Hann hef­ur stundað grá­sleppu­veiðar á hverju ári í hátt í 20 ár og man ekki eft­ir öðrum eins mokstri og nú í vor. Afli hef­ur víðast hvar verið góður og nú er svo komið að kaup­end­ur hrogna eru farn­ir að halda að sér hönd­um. Sum­ir eru hætt­ir að kaupa hrogn og aðrir munu hafa til­kynnt um verðlækk­un eða að þeir taki aðeins við í nokkra daga í viðbót.

Met sleg­in á vertíðinni

Met hafa verið sleg­in á grá­sleppu­vertíðinni og í viku­byrj­un var Sigur­ey ST 22 frá Drangs­nesi kom­in með rúm­lega 85 tonn. Trú­lega hafa Jón Vil­hjálm­ur og syn­ir hans, Sig­urður og Ágúst, komið með mest magn að landi úr ein­um róðri. Feðgarn­ir komu með 27 tunn­ur af hrogn­um í land ný­lega, en þeir skera grá­slepp­una um borð. Upp úr sjó hef­ur afl­inn þenn­an dag trú­lega verið um 12,6 tonn af grá­sleppu, en mest hafði Jón Vil­hjálm­ur áður fengið um sjö tonn í róðri. Fé­lag­ar þeirra á Hlökk ST 66 komu með litlu minni afla að landi einn dag­inn og marg­ir fleiri hafa aflað vel.

Í upp­hafi vertíðar var miðað við 40 veiðidaga, en þeim hef­ur verið fækkað í 35 til að tryggja öll­um sem stunda grá­sleppu­veiðar jafn marga daga. Sam­kvæmt því hefðu vertíðarlok hjá þeim á Hilmi verið 10. maí, en óvissa er með fram­haldið, að sögn Jóns Vil­hjálms. Fisk­kaup sé hætt að taka við hrogn­um frá þeim og fyr­ir­tæki í Búðar­dal kaupi hrogn af þeim út mánuðinn. Jón Vil­hjálm­ur seg­ist gera sér von­ir um að geta selt eitt­hvað af hrogn­um til Ag­ust­son í Stykk­is­hólmi, en það sé ekki ljóst.

Kaup­end­ur ganga úr skaft­inu

„Kaup­end­ur hafa verið að ganga úr skaft­inu hver af öðrum, það er bölvað,“ seg­ir Jón Vil­hjálm­ur.

Auk vand­ræða með að losna við hrogn fæst lítið fyr­ir hvelj­una eða búk­inn miðað við síðustu ár og því er skor­inni grá­sleppu hent í sjó­inn aft­ur. Slíkt brott­kast var heim­ilað með reglu­gerð sem gef­in var út í vor vegna birgða frá und­an­förn­um árum og erfiðrar stöðu á mörkuðum, einkum í Kína. Jón Vil­hjálm­ur seg­ir ekki annað hafa verið í stöðunni fyr­ir þá en að skila búkn­um strax aft­ur í líf­ríkið.

Í upp­hafi vertíðar var al­gengt að 130 krón­ur fengj­ust fyr­ir kílóið af óskor­inni grá­sleppu, um hundrað krón­um lægra en í fyrra. Í fyrra var ein­göngu komið með óskorna grá­sleppu að landi.

Jón Vil­hjálm­ur seg­ir að góður afli hjálpi til svo veiðarn­ar beri sig, en seg­ir ekki gott hversu mjög verðið fyr­ir hrogn­in hafi lækkað frá síðasta ári. Þeir róa frá Hólma­vík og eru með net­in út af Ófeigs­firði og við Selsker, sem í bók­um er einnig kallað Sælu­sker. Tíðarfar hef­ur yf­ir­leitt verið gott í vor og í góðu veðri á 16 mílna hraða eru þeir hálf­an þriðja tíma á miðin. Þeir róa á Hilmi ST, 12 metra plast­bát af gerðinni Kleópatra 38, sem smíðaður var hjá Trefj­um í Hafnar­f­irði árið 2000.

Spurður um ástæður góðs afla seg­ir Jón Vil­hjálm­ur að ástand hrogn­kelsa­stofns­ins sé greini­lega gott. Menn velti fyr­ir sér hvort minni og sum árin eng­ar loðnu­veiðar eigi þátt í vexti stofns­ins. Meðan ekki sé veitt í flottroll eigi seiði grá­slepp­unn­ar hugs­an­lega meiri mögu­leika, en meiri rann­sókn­ir vanti.

Vertíð hlaðin óvissu

Heim­ilt var að leggja net 23. mars og þann dag sagði á heimasíðu Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda að vertíðin væri hlaðin óvissu, sem sann­ar­lega hef­ur komið á dag­inn. Í ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar er miðað við að veiði fari ekki um­fram 9.040 tonn.

„Miðað við met­veiði í fyrra kom mæl­ing­in ekki á óvart þó fæst­ir hafi bú­ist við 74% sveiflu milli ára. Meðaltal ráðgjaf­ar stofn­un­ar­inn­ar á átta ára tíma­bili [2013-2020] er 5.386 tonn. Það þarf því ekki að koma nein­um á óvart að markaður­inn hiksti við slík­um tíðind­um og ekki hef­ur Covid-19 haft áhrif til góðs,“ sagði á heimasíðu LS 15. apríl.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: