Kópavogur birtir Heimsmarkmiðavísitölu

Kópavogur birtir eigin vísitölu sem mælir sjálfbæra þróun bæjarins.
Kópavogur birtir eigin vísitölu sem mælir sjálfbæra þróun bæjarins. mbl.is/Golli

Kópa­vogs­bær birt­ir nú vísi­tölu sem sýn­ir fram­vindu bæj­ar­ins í inn­leiðingu Heims­mark­miða Sam­einuðu þjóðanna um sjálf­bæra þróun. Vísi­tal­an mæl­ir þróun á stöðu inn­leiðing­ar á þeim Heims­mark­miðum sem Kópa­vog­ur hef­ur for­gangsraðað en þau eru 15 af 17 alls, þar á meðal út­rým­ing fá­tækt­ar og trygg­ing jafn­an aðgang bæj­ar­búa að góðri mennt­un.

Vísi­tal­an er vistuð í upp­lýs­inga­kerfi sem upp­lýs­inga­tækni­deild Kópa­vogs hef­ur þróað sér­stak­lega síðustu ár og ber nafnið Nig­ht­ingale. Hægt er að nálg­ast vefsíðuna fyr­ir vísi­töl­una hér.Meðal þess sem hægt er að skoða í upp­lýs­inga­kerf­inu eru vísi­töl­ur sem varpa ljósi á stöðu mála í bæn­um. Vert er þó að taka fram að gögn­in sem vísi­tal­an er byggð á eru a.m.k. árs­göm­ul og end­ur­spegla ekki endi­lega stöðu mála í Kópa­vogi í dag.

„Heims­mark­miðavísi­tala Kópa­vogs er áfangi í því mik­il­væga starfi okk­ar hjá Kópa­vogi að inn­leiða Heims­mark­mið Sam­einuðu þjóðanna sem leiðarljós í okk­ar starf­semi sam­fé­lag­inu til heilla.  Með henni fáum við sýn á það hver staðan er í ákveðnum þátt­um sam­fé­lags­ins og mun­um leit­ast við að aðgerðir okk­ar leiði til já­kvæðrar þró­un­ar á næstu árum,“ er haft eft­ir Ármanni Kr. Ólafs­syni, bæj­ar­stjóra Kópa­vogs um verk­efnið.

mbl.is