Ráðgjöf á rækju við Snæfellsnes 393 tonn

Fullur poki af Rækju losaður í kassan.
Fullur poki af Rækju losaður í kassan. Ljósmynd/Helgi Mar

Haf­rann­sókn­ar­stofn­un hef­ur gefið úr ráðgjöf á leyfi­leg­um afla rækju við Snæ­fells­nes frá 1. maí 2021 til 15. mars 2022. Ráðgjöf­in hljóðar upp á að ekki verði veidd meiri en 393 tonn. 

Fram kem­ur á vef Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar að ástand rækju við Snæ­fells­nes hafi ekki verið kannað með stofn­stærðarmæl­ingu í ár. 

Þar seg­ir að stofn­vísi­tala hef­ur sveifl­ast í kring­um meðaltal árin 2008 til 2016 en frá ár­inu 2017 hef­ur hún verið tölu­vert lægri en árin á und­an og eru þær lægstu frá ár­inu 2005.

Ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar bygg­ir á ráðgjöf fisk­veiðiárs­ins 2020/​2021 en vegna óvissu um ástand stofns­ins er hún lækkuð um 20%.

Þannig ráðlegg­ur Haf­rann­sókn­ar­stofn­un í sam­ræmi við varúðarsjón­ar­mið. 

Lesa má nán­ar um ráðgjöf­ina hér.

mbl.is