Þýsku jöklarnir gætu horfið eftir 10 ár

Maður að störfum á hæsta fjalli Þýskalands, Zugspitze (2.962 metra …
Maður að störfum á hæsta fjalli Þýskalands, Zugspitze (2.962 metra hátt), í suðurhluta Þýskalands árið 2011. AFP

Þýsku jökl­arn­ir eru að bráðna á meiri hraða en ótt­ast var og svo gæti farið að þeir síðustu í land­inu verði horfn­ir eft­ir tíu ár. Þetta kem­ur fram í niður­stöðum nýrr­ar rann­sókn­ar.

„Dag­ar jökla í Bæj­aralandi eru tald­ir. Og jafn­vel fyrr en bú­ist var við,“ sagði Thor­sten Glauber, um­hverf­is­ráðherra þýska héraðsins, þar sem jökl­arn­ir eru staðsett­ir.

„Síðast jök­ull­inn í Bæj­aralandi gæti verið horf­inn eft­ir tíu ár,“ sagði hann.

Vís­inda­menn hafa hingað til talið að jökl­arn­ir verði til staðar þangað til um miðja þessa öld. Vegna auk­inn­ar bráðnun­ar þeirra síðustu ár hef­ur þetta ferli gengið hraðar fyr­ir sig.

Und­an­far­in ára­tug hafa jökl­arn­ir fimm í Þýskalandi misst tvo þriðju­hluta af stærð sinni.

mbl.is