Tveir ungar drápust en aðrir tveir braggast vel

Nýjustu ungarnir eru harðjaxlar, að sögn Hreiðars.
Nýjustu ungarnir eru harðjaxlar, að sögn Hreiðars. Ljósmynd/Hreiðar Gunnlaugsson

Mikið hef­ur gengið á í svartþrasta­hreiðri Mos­fells­dal þar sem svartþrastar­frú hef­ur bar­ist við að koma upp ung­um. Hún verpti fyrst í byrj­un árs en þá voru egg­in ófrjó. Stuttu síðar verpti hún eggj­um sem tveir ung­ar klökt­ust úr en þeir dráp­ust báðir. Nú virðist gæf­an vera að aukast þar sem tveir ung­ar eru komn­ir í hreiðrið og bragg­ast báðir vel. 

Öll at­b­urðarás­in hef­ur átt sér stað við heim­ili Hreiðars Gunn­laugs­son­ar sem sýn­ir beint frá hreiðrinu í streymi á YouTu­be.

„Hún er al­gjör hetja“

„Hún byrjaði hreiður­gerð 5. janú­ar og verpti þá fjór­um eggj­um, því fyrsta 19. janú­ar og því fjórða 22. janú­ar. Þau reynd­ust öll ófrjó. Mér skilst að það sé vegna þess að karl­inn sé ófrjór á vet­urna,“ seg­ir Hreiðar í sam­tali við mbl.is. Er þetta í fyrsta sinn sem vitað er að fugl verpi svo snemma á Íslandi. „Hún er al­gjör hetja,“ seg­ir Hreiðar. 

Fyrstu ungarnir drápust því miður í vondu veðri.
Fyrstu ung­arn­ir dráp­ust því miður í vondu veðri. Ljós­mynd/​Hreiðar Gunn­laugs­son

„5. mars hóf hún gerð á öðru hreiðri  á úti­ljósi við aðal­dyr heim­il­is­ins en hætti við það sem bet­ur fer því ónæðið er mikið þar og minna skjól. Hún verpti svo í gamla hreiðrið 11. mars og verpti þá þrem­ur eggj­um. Tveir ung­ar klökt­ust úr eggj­un­um þann 25. mars og lifðu ekki í sól­ar­hring vegna þess að það kom stíf norðanátt og frost, þrastar­frú­in fjar­lægði dauðu ung­ana og sat á í sól­ar­hring og fór svo. Þriðja eggið var ófrjótt.

Ljós­mynd/​Hreiðar Gunn­laugs­son

Lét ekki deig­an síga

Þrastar­frú­in lét ekki deig­an síga eft­ir þessa sorg­ar­sögu held­ur verpti í þriðja sinn 3. apríl síðastliðinn. Fjór­um dög­um síðar voru egg­in orðin fimm. 19. apríl klökt­ust tveir ung­ar út og dafna þeir vel. 

„Ég var hrædd­ur um að þeir myndu ekki lifa af fyrstu nótt­ina vegna kulda en þess­ir harðjaxl­ar höfðu það af, sem bet­ur fer,“ seg­ir Hreiðar.

mbl.is