Var ekki flutt inn þegar ástin bankaði upp á

Soffía Theódóra Tryggvadóttir hefur búið sér og fjölskyldu sinni fallegt heimili. Þegar hún festi kaup á íbúðinni var hún einhleyp en í miðju framkvæmdaferli bankaði ástin upp á. Soffía segir að fram að þeim tíma hafi hún ekki haft hugmynd um að ástin gæti verið svona dásamleg eins og hún átti sjálf eftir að upplifa. 

„Ég eignaðist kærasta sem kom með húsgögnum,“ segir hún og hlær en kærasti hennar átti sérlega gott innbú þegar hann flutti með henni inn í íbúðina. Ofan á allt eignaðist hún tvær stjúpdætur þannig að lífið stækkaði um mörg númer á örskotsstundu. 

Fram að þeim tíma, áður en ástin bankaði upp á, hafði Soffía nánast unnið allan sólarhringinn en hún ber ábyrgð á að breyta ímynd fyrirtækisins NetApp á heimsvísu og tengja ímyndarbreytingu við tekjustrauma. Hún vinnur á amerískum tíma sem getur verið frekar flókið. 

Þegar hún festi kaup á íbúðinni var hún með ákveðna mynd af því hvernig heimilið ætti að líta út. Hún vildi að gleðin væri í forgrunni í íbúðinni og þegar þau voru orðin tvö að velta fyrir sér hvernig hlutirnir ættu að vera kom í ljós að þau voru sammála um nánast allt.

mbl.is