Vonast eftir kjarasamningi fyrir sjómannadaginn

Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasamband Íslands.
Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasamband Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sjó­manna­sam­bandið von­ar að hægt verði að semja um kaup og kjör sinna fé­lags­manna fyr­ir sjó­mannadag­inn, 6. júní næst­kom­andi. Samn­ing­ar sjó­manna við Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa verið laus­ir frá 1. des­em­ber 2019.

Val­mund­ur Val­munds­son, formaður sam­bands­ins, seg­ir það efst á baugi í kröf­um sjó­manna að afli sem seld­ur er skyld­um aðilum á svo­kölluðu verðlags­stofu­verði hækki.

Í dag miðast fisk­verð að jafnaði við 80% af vegnu meðal­verði á grund­velli magns síðastliðinna þriggja mánaða á inn­lend­um fisk­markaði, að frá­dregn­um 5% kostnaði við skila­verð markaðar.

Krafa sjó­manna er að þetta hlut­fall hækki eða að all­ur afli verði seld­ur á markaði.

„Síðan er upp­sjáv­ar­fisk­ur­inn al­veg sér­stök umræða, það blas­ir við að þar rík­ir mikið van­traust á milli manna,“ seg­ir Val­mund­ur.

Þá hafa líf­eyr­is­rétt­indi sjó­manna verið í brenni­depli en sjó­menn, ein­ir stétta, eru með 12% iðgjald í líf­eyr­is­sjóð á meðan 15,5% gild­ir á al­menn­um vinnu­markaði.

Loðnan verið gerð upp

Greint hef­ur verið frá því að nokkr­ar út­gerðir hygðust greiða leiðrétt­ingu á afla­hlut eft­ir vel heppnaða loðnu­vertíð í vet­ur en Fé­lag skip­stjórn­ar­manna taldi fyrsta verð var­lega áætlað. Að sögn Val­mund­ar hef­ur upp­gjör á loðnu­vertíðinni farið fram hjá þeim sem því lofuðu þó að hægt sé að ríf­ast um verð fram og til baka. „Alla­vega stóðu menn við það sem þeir sögðu, þeir sem feng­ust til að segja að þeir myndu gera upp afurðaverðið eft­ir á. Það hef­ur gengið eft­ir enda seld­ist allt einn, tveir og þrír,“ seg­ir Val­mund­ur.

Hann seg­ir að enn sem komið er virðist ekki hafa verið vilji til að grípa til aðgerða þó að samn­ing­ar hafi verið laus­ir í lengri tíma.

„En auðvitað kem­ur að því að menn fái nóg af því að vera samn­ings­laus­ir í mörg ár,“ seg­ir Val­mund­ur.

Kjara­deila SFS og Sjó­manna­sam­bands­ins er kom­in á borð rík­is­sátta­semj­ara þar sem er fundað einu sinni í viku, stund­um oft­ar. Val­mund­ur seg­ir fjölda krafna báðum meg­in við borðið en viðræður séu í raun skammt á veg komn­ar. Fjór­ir eða fimm fund­ir hafa verið haldn­ir með rík­is­sátta­semj­ara.

„Við ein­sett­um okk­ur að klára þetta fyr­ir sjó­mannadag­inn, ég er nú ekki viss um að það klárist en hver veit.“

Þá seg­ir Val­mund­ur að ýms­ar kröf­ur hafi komið fram hjá SFS en takt­laus­ast þykir hon­um að gera kröfu um að sjó­menn taki þátt í að greiða veiðigjöld og önn­ur op­in­ber gjöld.

„Kröf­urn­ar sem mest fara í taug­arn­ar á okk­ur, ef svo má segja, er að þeir vilja að við för­um að borga með þeim í auðlinda­gjöld­um og kol­efn­is­gjöld­um og öllu slíku, að það verði tekið af hlutn­um okk­ar líka.

Menn verða að átta sig á því að áður en veiðigjald er reiknað er ým­is­legt dregið frá, þar á meðal laun sjó­manna. Ef við fær­um að greiða með þeim veiðigjöld­in, þá lækk­ar hlut­ur­inn okk­ar og þar með það sem dregið er frá reikni­grunn­in­um svo að veiðigjöld hækka. Sem er ekki eitt­hvað sem út­gerðin vill. Kannski er þeim sama ef við borg­um þetta fyr­ir þá, ég veit það ekki.“

Þá bend­ir Val­mund­ur á að samn­ing­ar Sjó­manna­sam­bands­ins eru laus­ir við sam­báta­eig­end­ur og hafa verið í mörg ár.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: