Flugvirkinn sjálfs sín herra á strandveiðunum

Fyrir vestan. Árni Helgason stefnir á strandveiðar á Stakkafellinu í …
Fyrir vestan. Árni Helgason stefnir á strandveiðar á Stakkafellinu í sumar. Ljósmynd/Grímur B. Grétarsson

Ekki er ólík­legt að um 700 manns hefji strand­veiðar fyrri hluta maí­mánaðar, en þær mega hefjast á mánu­dag. Meðal þeirra er Árni Helga­son, sjó­maður, flug­virki og raf­einda­virki í Örlygs­höfn, sem rær frá Pat­reks­firði á báti sín­um.

Óhætt er að segja að heims­far­ald­ur­inn hafi breytt hög­um hans hressi­lega. „Ég hafði starfað í um fimm ár sem flug­virki hjá Air Atlanta á Boeing 747-400-þotum þegar kór­ónu­veik­in skall á,“ seg­ir Árni.

„Í starf­inu hjá Atlanta hafði ég flogið víða um heim og meðal ann­ars unnið mikið í Afr­íku og Evr­ópu. Þar sem ég er með syk­ur­sýki leist mér ekki á að halda þessu æv­in­týri í flug­inu áfram eft­ir að far­ald­ur­inn skall á.

Ég flutti því heim í Örlygs­höfn og setti kraft í að út­búa bát sem ég keypti fyr­ir tveim­ur árum. Reynd­ar var þetta bara skel með húsi, sem ég setti í vél og raf­kerfi. Bát­ur­inn hafði legið í reiðileysi í Reykja­vík og ég gerði hann upp. Í stað þess að dunda við það í frí­um meðfram flug­virkja­störf­um í út­land­inu gerði ég bát­inn klár­an fyr­ir strand­veiðarn­ar í fyrra og þær gengu bara vel. Afl­inn var yfir 22 tonn af þorski, ég kvarta ekki,“ seg­ir Árni meðal ann­ars í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: