Fylgi Sjálfstæðisflokksins komið í 28,7%

Alþingishúsið.
Alþingishúsið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins mæld­ist nú 28,7%, tæp­lega sex pró­sentu­stig­um hærra en í síðustu könn­un MMR um fylgi stjórn­mála­flokka sem var fram­kvæmd í byrj­un apríl.

Aukn­ing fylg­is Sjálf­stæðis­flokks­ins nú end­ur­spegl­ar á viss­an hátt þróun á fylgi flokks­ins við upp­haf kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins þegar það tók álíka kipp í fylg­is­mæl­ingu MMR í mars 2020, stuttu eft­ir að fyrsta til­felli kór­ónu­veirunn­ar greind­ist á Íslandi, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Fylgi Vinstri-grænna jókst um tæp þrjú pró­sentu­stig frá síðustu könn­un og mæld­ist nú 12,9% en fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins minnkaði um eitt pró­sentu­stig og mæld­ist nú 10,5%.

Fylgi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar minnkaði um rúm fjög­ur pró­sentu­stig á milli mæl­inga og mæld­ist nú 11,3% og fylgi Pírata minnkaði um tæp fjög­ur pró­sentu­stig og mæld­ist nú 9,6%.

Auk­inn stuðning­ur við rík­is­stjórn­ina

Þá jókst fylgi Sósí­al­ista­flokks Íslands um tvö pró­sentu­stig og mæld­ist nú 6,0% en fylgi Miðflokks­ins minnkaði um rúmt pró­sentu­stig og mæld­ist nú 5,8%.

Stuðning­ur við rík­is­stjórn­ina mæld­ist nú 56,2% og jókst um tæp­lega fjög­ur pró­sentu­stig frá síðustu könn­un, þar sem stuðning­ur mæld­ist 52,5%, að því er kem­ur fram í til­kynn­ing­unni.

mbl.is