Guðlaugur sækist eftir 1. sæti

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, ut­an­rík­is- og þró­un­ar­sam­vinnuráðherra, sæk­ist eft­ir 1. sæti í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík. Full­trúaráð Sjálf­stæðis­fé­lag­anna í Reykja­vík ákvað á fundi í gær að efna til próf­kjörs við val á fram­boðslist­um flokks­ins og fer það fram dag­ana 4.-5. júní næst­kom­andi.

„Ég fagna mjög þeirri ákvörðun full­trúaráðsins að efna til próf­kjörs, það er hraust­leika­merki á lýðræðis­leg­um stjórn­mála­flokki að láta val á fram­bjóðend­um í hend­ur al­menn­um flokks­mönn­um. Það er hátt­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins og lýs­andi fyr­ir þá fjölda­hreyf­ingu sem flokk­ur­inn er,“ seg­ir Guðlaug­ur Þór í frétta­til­kynn­ingu.

Guðlaug­ur Þór hef­ur verið þingmaður Reyk­vík­inga síðan 2003 og í for­yst­u­sæti fyr­ir Sjálf­stæðis­menn á yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili. Hann hef­ur gegnt embætti ut­an­rík­is- og þró­un­ar­sam­vinnuráðherra frá 11. janú­ar 2017 en var áður heil­brigðisráðherra á ár­un­um 2007-2009.

„Það hef­ur verið mér heiður að veita Sjálf­stæðismönnum í Reykjavík for­ystu á þessu kjörtímabili sem fyrsti þingmaður Reykjavíkur. Margt hef­ur áunn­ist við krefj­andi aðstæður og enn er verk að vinna,“ seg­ir Guðlaug­ur Þór enn­frem­ur í til­kynn­ingu.

mbl.is