„Sjávarútvegur er fjölbreyttur og spennandi“

Arnfríður Eide Hafþórsdóttir, varaformaður Kvenna í sjávarútvegi, segir greinina fjölbreytta …
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir, varaformaður Kvenna í sjávarútvegi, segir greinina fjölbreytta og spennandi. Ljósmynd/Aðsend

Arn­fríður Eide Hafþórs­dótt­ir er vara­formaður Kvenna í sjáv­ar­út­vegi og hef­ur sinnt for­manns­störf­um í fjar­veru Agnes­ar Guðmunds­dótt­ur. Hún er fædd og upp­al­in á Fá­skrúðsfirði, sjáv­ar­út­vegs­fræðing­ur að mennt og starfar sem verk­efna­stjóri at­vinnu- og byggðaþró­un­ar hjá Aust­ur­brú. Þá sit­ur hún í stjórn Loðnu­vinnsl­unn­ar á Fá­skrúðsfirði, er vara­formaður stjórn­ar í Kaup­fé­lagi Fá­skrúðsfirðinga og í hafn­ar­stjórn Fjarðabyggðar­hafna. Arn­fríður seg­ir sjáv­ar­út­veg­inn vera mest spenn­andi at­vinnu­grein­ina hér á landi af þeim sem eru í hraðri þróun.

„Hvað hef­ur þú lang­an tíma?“ spyr Arn­fríður og hlær þegar blaðamaður slær á þráðinn. Hún seg­ist hafa svo gam­an af því að tala um sjáv­ar­út­veg­inn að hún gæti haldið blaðamanni lengi við efnið.

„Sjáv­ar­út­veg­ur nú­tím­ans er fjöl­breytt­ur og spenn­andi, með öll­um þeim áskor­un­um og tæki­fær­um sem hann stend­ur frammi fyr­ir. Sjáv­ar­út­veg­ur­inn í dag er svo miklu víðtæk­ari en veiðar og vinnsla eins og hann var þegar byggðir í land­inu byggðust upp á þeim stöðum þar sem var sem styst að róa á miðin og eiga í soðið fyr­ir sig og sína eða til vöru­skipta. Grein­in hef­ur verið í sí­felldri þróun og hef­ur ís­lensku hug­viti og há­tækni fleygt fram inn­an henn­ar,“ seg­ir Arn­fríður. Hún seg­ir aðkomu kvenna að sjáv­ar­út­vegi vera hluta af þróun geir­ans og hann sé kom­inn lang­an veg frá því sem áður var, þegar ein­ung­is störfuðu karl­menn í geir­an­um.

Skynmat fiska kennt í sjávarútvegsskólanum á Austurlandi.
Skyn­mat fiska kennt í sjáv­ar­út­vegs­skól­an­um á Aust­ur­landi. Ljós­mynd/​Aðsend

Arn­fríður tel­ur framtíðina og vaxt­ar­tæki­fær­in liggja í nýt­ingu hliðar­af­urða og því sem áður var hent. „Sí­fellt er horft til þess að leita leiða við að full­vinna fisk­inn og hafa nokk­ur fyr­ir­tæki hér á landi náð frá­bær­um ár­angri í full­vinnslu hliðar­af­urða.“

„Í dag er fisk­ur­inn dreg­inn úr sjó eft­ir pönt­un­um frá heims­markaði sem stuðlar meðal ann­ars að sem best­um gæðum þegar hann kem­ur á disk neyt­and­ans. Áhugi og kröf­ur neyt­enda á sjálf­bærni og upp­runa vör­unn­ar verða sí­fellt meiri og má þá nefna sem dæmi ís­lensk­an fisk í neyt­endapakkn­ing­um úti í heimi sem hafa QR-kóða. Neyt­and­inn get­ur þá skannað hann með sím­an­um sín­um og rakið ferðalag fisks­ins til veiða.“

Vör­ur í flott­ustu vöru­hill­un­um

„Ísland er lít­il eyja í Norður-Atlants­hafi þar sem fisk­veiðar eru sjálf­bær­ar, sú þekk­ing sem hef­ur byggst upp inn­an sjáv­ar­út­vegs­ins hef­ur skilað frá­bær­um ár­angri í fersk­leika og gæðum. Íslensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eiga mörg hver orðið vör­ur í flott­ustu hill­un­um á markaði.“

Arn­fríður seg­ir sjáv­ar­út­veg­inn einnig standa frammi fyr­ir gríðarleg­um áskor­un­um í dag. „Eins og Covid-19, um­hverf­isþætt­ir, auk­in rekj­an­leiki og fleira. Svo má ekki gleyma póli­tísk­um áskor­un­um sem einnig eru veiga­mikl­ar. En all­ir þeir sem hugsa í lausn­um eru fljót­ir að sjá að all­ar áskor­an­ir leiða af sér ný og spenn­andi tæki­færi,“ seg­ir Arn­fríður sem tel­ur framtíðina fulla af sókn­ar­fær­um fyr­ir ís­lensk­an sjáv­ar­út­veg.

Mark­mið fé­lags­ins að gera kon­ur sýni­leg­ar

Fé­lag kvenna í sjáv­ar­út­vegi var stofnað árið 2013 af hópi kvenna sem fann fyr­ir þörf á auk­inni teng­ingu, sam­starfi og efl­ingu kvenna í grein­inni. „Marg­ar hæfi­leika­rík­ar kon­ur starfa inn­an grein­ar­inn­ar og koma þær úr ýms­um átt­um. Í gegn­um tíðina hef­ur sjáv­ar­út­veg­ur­inn verið mjög karllæg grein en kon­um fer sí­fellt fjölg­andi og ekki síst í frum­kvöðla­starf­sem­inni.“

Arn­fríður seg­ir að þær mættu vera dug­legri við að koma fram og láta að sér kveða á opin- ber­um vett­vangi. „En til­gang­ur og mark­mið fé­lags­ins er að styðja og styrkja kon­ur í að stíga fram og gera kon­ur sýni­legri bæði inn­an grein­ar­inn­ar og utan henn­ar. Einnig að fá fleiri kon­ur til liðs við okk­ur í sjáv­ar­út­veg­in­um og styrkja þar með tengslanet okk­ar allra enn frek­ar.“

Arnfríður segir mikilvægt að kynna félagið fyrir konum á landsbyggðinni.
Arn­fríður seg­ir mik­il­vægt að kynna fé­lagið fyr­ir kon­um á lands­byggðinni. Ljós­mynd/​Aðsend

Hún tel­ur tengslanet skipta gríðarlega miklu máli við ráðningu og vís­ar í niður­stöður rann­sókn­ar sem fé­lagið lét vinna fyr­ir sig árið 2016. „Það virðist vera sem kon­ur séu ekki eins meðvitaðar um alla þá mögu­leika sem sjáv­ar­út­veg­ur­inn hef­ur upp á að bjóða og höf­um við í fé­lag­inu því lagt okk­ur fram við að kynna þá með fræðslu­viðburðum og fyr­ir­tækja­heim­sókn­um. Við höf­um haldið úti ein­um til tveim­ur fræðslu­viðburðum í mánuði með aðstoð fjar­funda­búnaðar í Covid-far­aldr­in­um og för­um við strax af stað í heim­sókn­ir þegar aðstæður í þjóðfé­lag­inu leyfa,“ seg­ir Arn­fríður.

„Eitt af mark­miðum fé­lags­ins er að efla yngri kyn­slóðir í sjáv­ar­út­vegi, og fá yngri kon­ur til að kynn­ast grein­inni snemma á starfs­ferl­in­um. Það er nefni­lega svo að þekk­ing­ar­bilið hef­ur breikkað síðustu ár og skipt­ir því miklu máli að byrja að fræða unga fólkið okk­ar snemma um sjáv­ar­út­veg­inn.“

„Það er liðinn tíð að börn byrji að vinna í fiski 12 ára en þú þarft að hafa náð 18 ára aldri til þess að fá að starfa í flest­um vinnsl­um í dag. Þegar ungt fólk hef­ur náð þeim aldri horf­ir það kannski frek­ar á aðrar at­vinnu­grein­ar því það þekk­ir sjáv­ar­út­veg­inn ekki með öðrum hætti en sem veiðar og vinnslu.“

Arn­fríður seg­ir því mik­il­vægt að vinna í því að minnka þetta þekk­ing­ar­bil og fræða unga fólkið okk­ar strax í leik­skóla til að tryggja nýliðun í grein­inni.

Sjáv­ar­út­vegs­ráðstefn­an sterk­ur vett­vang­ur

„Sjáv­ar­út­vegs­ráðstefn­an hef­ur skapað frá­bær­an sam­skipta­vett­vang allra þeirra sem koma að sjáv­ar­út­vegi á Íslandi. Í þeim hópi eru þeir sem starfa við veiðar, eldi, frum­vinnslu, fram­halds­vinnslu, sölu og markaðssetn­ingu, þjón­ustu, rann­sókn­ir og þróun, op­in­ber­ir aðilar, kenn­ar­ar, nem­end­ur, fjöl­miðlar og aðrir áhuga­menn. Ráðstefn­an er ein­mitt einn af þeim vett­vöng­um sem fé­lags­kon­ur geta nýtt sér bet­ur til þess að stíga fram á,“ seg­ir Arn­fríður. Hún seg­ir fé­lagið hafa átt gott sam­starf við Valdi­mar Inga Gunn­ars­son ráðstefn­u­stjóra, og dr. Hólm­fríði Sveins­dótt­ur, nú­ver­andi formann ráðstefnu­nefnd­ar og fé­lags­konu KIS, síðustu ár við að leita til kvenna sem hafa áhuga á að flytja er­indi á ráðstefn­unni.

Sjávarútvegsráðstefnan 2019
Sjáv­ar­út­vegs­ráðstefn­an 2019 mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

„Við erum með stórt og grein­argott fé­laga­tal sem ger­ir okk­ur auðvelt að ná til fé­lags­kvenna sem eiga er­indi og hafa áhuga á um­fjöll­un­ar­efni mál­stof­anna hverju sinni. Við hlökk­um einnig til áfram­hald­andi sam­starfs með Valdi­mari og ráðstefnu­nefnd­inni,“ seg­ir Arn­fríður sem hvet­ur kon­ur til þess að vera óhrædd­ar við að koma fram og halda er­indi, enda eigi þær er­indi.

„Ég ætla að fá að enda þetta skemmti­lega spjall okk­ar á því að vitna í orð Ástu Dís­ar Óla­dótt­ur, dós­ents í stjórn­un, sjáv­ar­út­vegi og alþjóðaviðskipt­um við Há­skóla Íslands.

Ásta dró áskor­an­ir sjáv­ar­út­vegs­ins í dag sam­an í þrjú orð og sagði þær vera „eitt stórt VES“ en það er veira, eld­gos og skjálft­ar. Ásta Dís er flott fyr­ir­mynd kvenna og er fé­lagi Kvenna í sjáv­ar­út­vegi.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: