Drónar við eftirlit með strandveiðum

Tæplega 400 hafa fengið leyfi til strandveiða. Þeim kann að …
Tæplega 400 hafa fengið leyfi til strandveiða. Þeim kann að fjölga áður en tímabilinu lýkur. mbl.is/Sigurður Ægisson

Í morg­un var búið að út­hluta 395 leyf­um til strand­veiða sem hóf­ust í dag, að því er fram kem­ur í svari Fiski­stofu við fyr­ir­spurn 200 mílna. Eft­ir­lit með veiðunum verður að mestu með hefðbundnu sniði, en við bæt­ist notk­un dróna til eft­ir­lits.

„Áhersla verður lögð á veru eft­ir­lits­manna í höfn­um, ekki síst núna í upp­hafi  veiðanna.  Þeir munu þar leiðbeina sjó­mönn­um um notk­un afla­dag­bók­arapps­ins sem sum­ir byrjuðu að nota í fyrra en nú eru ra­f­ræn skil á afla­dag­bók skylda fyr­ir alla,“ seg­ir í svar­inu.

Þá vek­ur stofn­un­in at­hygli á að unnið hafi verið að end­ur­bót­um á ra­f­rænni skrán­ingu afla. „Með til­komu ra­f­rænna skila á afla­dag­bók er  búið að breyta afla­skrán­ingu við lönd­un þannig að gögn úr afla­dag­bók­un­um for­skrást í lönd­un­ar­kerfið á hafn­ar­vog. Til þess að það gangi eft­ir og auðveldi og flýti fyr­ir lönd­un­inni þarf skip­stjóri fiski­báts að skila afla­dag­bók­inni ra­f­rænt strax þegar veiðum lýk­ur og áður en að lönd­un kem­ur.“

Þess­ar breyt­ing­ar eru sagðar afar mik­il­væg­ar þar sem þetta geri all­an afla rekj­an­leg­an allt frá veiðiferðinni sjálfri. Gert er ráð fyr­ir að upp­lýs­ing­arn­ar fylgi afl­an­um upp virðiskeðjuna alla leið til neyt­enda. „Þetta er æ mik­il­væg­ara þegar tryggja skal aðgang afurðanna að verðmæt­ustu mörkuðunum,“ seg­ir í svar­inu.

mbl.is