Elín Hirst fjölmiðlakona er aðstoðarkona hins fræga bandaríska fréttaskýringaþáttar 60 mínútur frá sjónvarpsstöðinni CBS sem vinnur við upptökur vegna eldgossins í Geldingadölum. Mikill undirbúningur fylgir verkefninu og ræðir bandaríska sjónvarpsfólkið við fjölda vísindamanna sem og heimamanna í Grindavík, en eldgosið hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum eins og víða um heim.
Það kemur ekki á óvart að CBS hafi leitað til Elínar þar sem hún var áður fréttastjóri hjá RÚV og því með allt á hreinu þegar kemur að fréttaflutningi.