„Dásamlegt að geta farið á sjó“

Sigurður Hjartarson við bát sinn Hjört Stapa í höfninnni í …
Sigurður Hjartarson við bát sinn Hjört Stapa í höfninnni í Bolungarvík að loknum róðri í gærmorgun. Hann rær með handfæri allt árið.

Strand­veiðar fóru af stað af krafti í fyrrinótt, ein­stakt veður og góður afli fyr­ir vest­an, en eitt­hvað breyti­legt eft­ir lands­hlut­um. Sig­urður Hjart­ar­son í Bol­ung­ar­vík fór út um klukk­an þrjú í fyrrinótt á bát sín­um Hirti Stapa ÍS-124 og var kom­inn að landi um klukk­an 10 í gær­morg­un með dags­skammt­inn.

„Það er bara dá­sam­legt að geta farið á sjó þegar sjó­lagið breyt­ist ekk­ert hvort sem þú ert við bryggju inni í höfn eða úti á miðunum. Þetta var himna­rík­is­blíða og ég held að það hafi verið nýheflað og renni­slétt alla leið til Græn­lands,“ seg­ir Sig­urður.

Hoppað á milli hóla

Hann áætl­ar að 15 strand­veiðibát­ar hafi róið frá Bol­ung­ar­vík í gær, en þeim eigi sjálfsagt eft­ir að fjölga eitt­hvað. Bát­ur hans er tæp­lega níu metra lang­ur, Sómi 870, og geng­ur um 20 míl­ur í góðu veðri eins og í gær. Fyrsti krók­ur var kom­inn í sjó nokkr­ar míl­ur út af Aðal­vík klukk­an fjög­ur og skammt­ur­inn kom­inn um borð um klukk­an níu.

„Þetta gekk ágæt­lega, maður hoppaði svona á milli hóla eins og þurfti til að fá fisk. Það var mikið líf þarna og nú er síðasta loðnan að logn­ast út af. Ég held að það hafi al­mennt verið ágætt fiskirí og það er fín­asta spá út vik­una. Von­andi verður verðið á mörkuðum ekki verra en í fyrra. Þá byrjaði það lágt, en lagaðist þegar komið var fram í miðjan maí.“

Sig­urður stund­ar hand­færa­veiðar all­an árs­ins hring eft­ir því sem veður leyf­ir og hef­ur gert í mörg ár. Yfir vetr­ar­tím­ann leig­ir hann heim­ild­ir og síðan taka strand­veiðar við yfir sum­ar­tím­ann.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: