Steingrímur mismælti sig – „Yes!“

Björn Leví Gunnarsson og Steingrímur J. Sigfússon voru í sumarskapi …
Björn Leví Gunnarsson og Steingrímur J. Sigfússon voru í sumarskapi á Alþingi í dag. Björn Leví furðar sig á mismælum forseta á meðan Steingrímur reynir að ná áttum. Skjáskot/Alþingi

Björn Leví Gunn­ars­son, þingmaður Pírata, sagði á Alþingi í dag að það þyrfti tví­mæla­laust að fjölga þing­mönn­um á Alþingi.

Ætla má að hann hafi nú verið að grín­ast, en þetta sagði hann samt þegar Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, for­seti þings­ins, mis­mælti sig og kynnti Björn sem 15. þing­mann Reykja­vík­ur­kjör­dæm­is suður. Björn Leví seg­ir við mbl.is að hon­um hafi nú samt verið al­vara.

„Og þá tek­ur að síðustu til máls og ræðir störf þings­ins, hátt­virt­ur 15. þingmaður... nei, nei, nei,“ sagði Stein­grím­ur.

„Yes!“ sagði Björn Leví þá og hló.

Eins og all­ir vita er Björn auðvitað 11. þingmaður kjör­dæm­is­ins. Það sem Stein­grím­ur átti við var að Björn væri 15. og síðasti þingmaður­inn sem tæki til máls um störf þings­ins í dag.

Vill raun­veru­lega fjölga þing­mönn­um

Eft­ir að hafa mis­mælt sig hló Stein­grím­ur að mis­tök­um sín­um og Björn tók und­ir. Björn Leví sett­ist svo í ræðustól og sagði: „For­seti, það þarf tví­mæla­laust að fjölga þing­mönn­um.“

mbl.is sló á þráðinn til Björns sem var önn­um kaf­inn við sér­stak­ar umræður í þing­inu. Hann gaf sér þó tíma til að út­skýra mál sitt.

„Nei, ég var ekk­ert að grín­ast. Til að mynda væri hægt að fjölga þing­mönn­um á þá leið að taka ráðherra í rík­is­stjórn úr þing­manna­hópn­um og fjölga þannig þing­mönn­um í staðinn. Okk­ur vant­ar í raun og veru 10 þing­menn inn í nefnd­ar­störf­in, fólk er jafn­an í tveim­ur nefnd­um og er að hlaupa fram og til baka milli nefnda til að ná að taka þátt í öll­um störf­um,“ seg­ir Björn og bæt­ir við:

„Það er ástæða fyr­ir því að fólk nær ekki að und­ir­búa sig fyr­ir mál.“

mbl.is