Skráningin styrkir verðmyndun

Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, á kynningunni á hlutafjárútboðinu í morgun.
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, á kynningunni á hlutafjárútboðinu í morgun. Skjáskot

Síld­ar­vinnsl­an er nýj­asta viðbót­in í Kaup­höll­ina, en viðskipti hefjast með bréf fé­lags­ins 27. maí nk. Útboð á 26,33% hlut í fé­lag­inu fer fram 10. til 12. maí og stend­ur kynn­ing á útboðinu nú yfir.

Fyr­ir­huguð skrán­ing Síld­ar­vinnsl­unn­ar í Nes­kaupstað í ís­lensku kaup­höll­ina mun að mati grein­anda sem ViðskiptaMogg­inn ræddi við styrkja verðmynd­um sam­bæri­legra fyr­ir­tækja í kaup­höll­inni. Fjár­fest­ar geti þá í fram­hald­inu borið sam­an fleiri en einn kost.

Í dag er Brim eina skráða sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið en auk þess er Ice­land Sea­food í kaup­höll­inni. Það sér­hæf­ir sig í út­flutn­ingi og sölu sjáv­ar­af­urða. Mun­ur­inn á Brimi og Síld­ar­vinnsl­unni ligg­ur m.a. í því hvaða veiðar fé­lög­in stunda, þar sem Brim er með meiri áherslu á bol­fisk en Síld­ar­vinnsl­an á upp­sjáv­ar­fisk. Áhersl­an á upp­sjáv­ar­veiðar ger­ir rekst­ur Síld­ar­vinnsl­unn­ar sveiflu­kennd­ari en rekst­ur Brims.

Eins og fram kem­ur í fjár­festa­kynn­ingu hafa fjár­fest­ing­ar síðustu ára miðað að því að styrkja fé­lagið í bol­fisk­heim­ild­um og auka áhættu­dreif­ingu í afla­heim­ild­um. Þar eru nefnd kaup­in á Bergi-Hug­in, Gull­bergi og hluta af afla­heim­ild­um Stál­skips sem vegið hafa þyngst við að auka vægi botn­fisk­teg­unda. „Með þess­um kaup­um hafa sveifl­ur í starf­sem­inni minnkað og fé­lagið er ekki eins háð upp­sjáv­ar­fisk­teg­und­um þar sem líf­massi fiski­teg­unda get­ur sveifl­ast mikið á milli ára.“

Jafn stórt og Brim

Síld­ar­vinnsl­an og Brim eru álíka stór að markaðsvirði en Ice­land Sea­food er um helm­ingi minna.

Í skrán­ing­ar­lýs­ingu Síld­ar­vinnsl­unn­ar vegna útboðs á 26,33% af áður út­gefn­um hlut­um fé­lags­ins kem­ur fram að útboðsgengi er á bil­inu 55-58 krón­ur á hlut og er stærð útboðsins 24,6-26 millj­arðar króna að sölu­and­virði. Selj­end­ur eru Sam­herji (12%), Kjálka­nes (12%) og Eign­ar­halds­fé­lagið Snæ­fugl ehf. (1%), Hraun­lón (0,6%) og Síld­ar­vinnsl­an hf. eig­in bréf (0,73%).

Sölu­and­virði hlut­ar Sam­herja og Kjálka­ness er ná­lægt tólf millj­örðum hjá hvoru fé­lagi. Heild­ar­eign Sam­herja er í dag 44,64% og því er um sölu á ríf­lega fjórðungs­hlut fé­lags­ins að ræða. Hlut­ur Kjálka­ness er í dag 34,23% og sel­ur fé­lagið því ríf­lega þriðjung eign­ar­hlut­ar síns.

Yf­ir­tök­ur og samrun­ar

Grein­andi sem ViðskiptaMogg­inn ræddi við sagði að áhuga­vert yrði að fylgj­ast með því hvað fyr­ir­tækið hygðist gera í fram­hald­inu og hvort ríku­legt eigið féð, rúm­ir 38 millj­arðar króna, yrði notað til að stækka fé­lagið með kaup­um á öðrum fyr­ir­tækj­um í sama geira. Með virkri verðmynd­un get­ur fyr­ir­tækið einnig nýtt sér markaðinn til að fara í samruna og yf­ir­tök­ur og greiða fyr­ir með eig­in bréf­um.

Grein­andi sem ViðskiptaMogg­inn ræddi við taldi verðlagn­ingu fé­lags­ins í útboðinu sann­gjarna, enda væru vaxt­ar­tæki­færi fyr­ir hendi.

Í fjár­festa­kynn­ing­unni seg­ir um vaxt­ar­tæki­fær­in að þau fel­ist bæði í innri og ytri vexti. Innri vexti megi ná með því að auka verðmæti nú­ver­andi afla og einnig að auka fram­leiðslu með frek­ara þró­un­ar- og markaðsstarfi. Hvað ytri vöxt varðar fel­ist tæki­færi í svig­rúmi til frek­ari kaupa á afla­heim­ild­um og fyr­ir­tækj­um.

Markaðsaðili sem ViðskiptaMogg­inn ræddi við sagði að áhuga­vert yrði einnig að fylgj­ast með því í fram­haldi af skrán­ing­unni hvort ein­hverj­ir af eig­end­un­um væru að bíða og sjá og hygðust selja síðar á verði sem þeim hugnaðist bet­ur.

Norðfjarðarhöfn er ein stærsta fiskihöfn landsins en þar er stærsta …
Norðfjarðar­höfn er ein stærsta fiski­höfn lands­ins en þar er stærsta vinnsla Síld­ar­vinnsl­unn­ar starf­rækt. mbl.is/​Sig­urður Aðal­steins­son

Snorri Jak­obs­son hjá Jak­obs­son Capital seg­ir það ánægju­legt að fleiri fyr­ir­tæki úr einni und­ir­stöðuat­vinnu­grein Íslend­inga séu á leið á markað. „Í kring­um alda­mót­in voru mest 24 sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki skráð í Kaup­höll­ina, þannig að enn er lang­ur veg­ur að há­mark­inu.“

Hann seg­ir að fé­lagið sé vel rekið og hafi sýnt góða ávöxt­un.

Framtíðar­horf­ur sjáv­ar­út­vegs­ins eru góðar að mati Snorra, eft­ir­spurn eft­ir sjáv­ar­af­urðum er sterk og staða stofna víðast hvar góð við Ísland.

Hann var­ar þó við að um­tals­verð áhætta geti fal­ist í fjár­fest­ingu í sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki. „Áhættuþætt­irn­ir eru nokkr­ir. Olíu­verð hef­ur tölu­verð áhrif á rekstr­ar­kostnað fé­lags­ins og gengi krónu hef­ur áhrif á tekj­ur og kostnað m.a.,“ seg­ir Snorri.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: