Veita starfsmönnum hluti fyrir 180 milljónir

Starfsmenn Síldarvinnslunnar á landi og á sjó munu eignast 3,3 …
Starfsmenn Síldarvinnslunnar á landi og á sjó munu eignast 3,3 milljónir hluta í félaginu við skráningu þess á markað. mbl.is/Þorgeir

Starfs­menn Síld­ar­vinnsl­unn­ar munu eign­ast 3,3 millj­ón­ir hluti í fé­lag­inu við skrán­ingu þess á hluta­bréfa­markað eða allt að 0,19% af út­gefnu hluta­fé. Ætla má að virði hlut­ana sé að lág­marki rúm­lega 180 millj­ón­ir króna miðað við 55 króna lág­marks­verð á hvern hlut í hluta­fjárút­boði vegna skrán­ing­ar­inn­ar.

Þetta er meðal þess sem fram kem­ur í til­kynn­ingu á vef fé­lags­ins. Þar seg­ir að stjórn Síld­ar­vinnsl­unn­ar hafi samþykkt að „af­henda starfs­mönn­um fé­lags­ins fram­an­greinda eig­in hluti sam­hliða fyr­ir­huguðu hluta­fjárút­boði og verður miðað við útboðsgengi sem mun liggja fyr­ir að loknu útboðinu.“

„Með þess­ari aðgerð vill stjórn Síld­ar­vinnsl­unn­ar hf. þakka starfs­mönn­um fyr­ir vel unn­in störf hjá fé­lag­inu og und­ir­strika þann mikla styrk sem felst í öfl­ugu starfs­fólki, mik­il­vægi þeirra í vel­ferð og ár­angri fé­lags­ins til framtíðar,“ seg­ir Gunnþór Ingva­son, for­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

mbl.is