Afkoma utanríkisráðuneytisins jákvæð um 1,2 milljarða

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Af­koma árs­ins 2020 af rekstri ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins er já­kvæð sem nem­ur tæp­um 1,2 millj­örðum kr. sam­kvæmt bráðabirgðaupp­gjöri, þrátt fyr­ir að ráðuneytið hafi staðið frammi fyr­ir einni stærstu áskor­un síðari ára, að koma Íslend­ing­um hvarvetna í heim­in­um aft­ur heim til Íslands vegna heims­far­ald­urs­ins.

Góða rekstr­araf­komu má að miklu leyti rekja til þess að ferðakostnaður og kostnaður vegna viðburðahalds lagðist niður að mestu, en Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, ut­an­rík­is- og þró­un­ar­sam­vinnuráðherra, seg­ir að fleira hafi þurft til.

Afkoma utanríkisráðuneytisins í fyrra var jákvæð um 1,2 milljarða króna.
Af­koma ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins í fyrra var já­kvæð um 1,2 millj­arða króna. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

„Við höf­um aldrei séð neitt í lík­ingu við það áður. Meiri­hluti ut­an­rík­isþjón­ust­unn­ar vann við það verk­efni. Við höf­um samt frá fyrsta auðvitað reynt að nýta fjár­magn eins vel og mögu­legt er. Það hef­ur svo auðvitað verið mitt upp­legg síðan ég byrjaði í stjórn­mál­um að fara vel með al­manna­fé og það verður það áfram.

Í mín­um huga fer það ekki endi­lega alltaf sam­an að auka fjár­út­lát og að bæta þjón­ustu, að mínu mati er það röng hugs­un að svo sé,” seg­ir Guðlaug­ur við Morg­un­blaðið.

Ef út­gjöld síðastliðins árs eru bor­in sam­an við út­gjöld ráðuneyt­is­ins eins og þau voru árið 2007 er ut­an­rík­is­ráðuneytið annað tveggja ráðuneyta þar sem út­gjöld hafa dreg­ist sam­an að raun­gildi frá því sem var fyr­ir síðasta efna­hags­hrun.

Spennt­ur fyr­ir próf­kjöri

Guðlaug­ur Þór, sem gef­ur kost á sér á efsta sæti lista Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi, seg­ist spennt­ur fyr­ir próf­kjöri flokks­ins. Fram­boðsfrest­ur er ekki liðinn, en eins og sak­ir standa eru þau tvö í fram­boði, hann og Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­málaráðherra. Guðlaug­ur seg­ist spennt­ur að ræða við flokks­menn í Reykja­vík um þau mál sem helst brenna á grasrót flokks­ins.

mbl.is