Arnarlax kaupir eldisstöðvar á Suðurlandi

Björn Hembre, forstjóri Arnarlax, segir kaupin styðja áform fyrirtækisins um …
Björn Hembre, forstjóri Arnarlax, segir kaupin styðja áform fyrirtækisins um frekari vöxt. mbl.is/Hari

Fisk­eld­is­fyr­ir­tækið Arn­ar­lax ehf. hef­ur und­ir­ritað samn­inga um kaup á tveim­ur eld­is­stöðvum á Suður­landi, á Hall­kels­hól­um og í Þor­láks­höfn. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu norska móður­fé­lags­ins Icelandic Salmon AS til norsku kaup­hall­ar­inn­ar.

Hvorki kem­ur fram hvert kaup­verðið er né selj­andi, þó er vitað að Fjalla­bleikja ehf. er eina fyr­ir­tækið sem rekið hef­ur eldi að Hall­kels­hól­um í Gríms­nesi.

Gert er ráð fyr­ir að stöðvarn­ar fram­leiði allt að 800 þúsund seiði árið 2022 og að fram­leiðslan nái 1,5 millj­ón­um seiða árið 2023.

„Í kjöl­far vænt­an­legra breyt­inga á rekstr­ar­leyf­um yfir í laxa­seiði er áætlað að heild­ar­fram­leiðslan verði 7.000 tonn miðað við fram­leiðslu­getu stöðvanna sem keypt­ar voru. Reiknað er með að meðalþyngd seiðanna árið 2023 verði 250 grömm, sem ger­ir Icelandic Salmon kleift að bæta nýt­ingu [há­marks­líf­massa] nú­ver­andi rekstr­ar­leyfa og und­ir­búa frek­ari aukn­ingu [há­marks­líf­massa],“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Björn Hembre, for­stjóri Arn­ar­lax, kveðst í til­kynn­ing­unni ánægður með áfang­ann og seg­ir kaup­in skapa samþætta virðiskeðju. „Þessi tvenn kaup veita okk­ur aukna fram­leiðslu­getu seiða sem og getu til að fram­leiða stærri seiði. Þetta mun styrkja enn frek­ar grund­völl metnaðarfullra áforma Icelandic Salmon um sjálf­bær vaxt­ar­mark­mið til framtíðar.“

mbl.is