Fimm nýir stjórnendur hjá Arnarlaxi

Fv.: Jón Garðar Jörundsson, Kjersti Haugen, Johnny Indergård, Hjörtur Methúsalemsson …
Fv.: Jón Garðar Jörundsson, Kjersti Haugen, Johnny Indergård, Hjörtur Methúsalemsson og Rúnar Ingi Pétursson. Samsett mynd

Arn­ar­lax hef­ur lokið við ráðningu fimm nýrra starfs­manna. „Ráðning þeirra mun styrkja rekst­ur Arn­ar­lax í áfram­hald­andi framþróun fyr­ir­tæk­is­ins, en þau hafa öll þegar tekið til starfa,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá fé­lag­inu.

Jón Garðar Jör­unds­son hef­ur verið ráðinn fram­kvæmda­stjóri viðskiptaþró­un­ar. Hann gekk fyrst til liðs við fyr­ir­tækið í októ­ber í fyrra eft­ir að hafa aðstoðað fyr­ir­tækið í hluta­fjárút­boðsferli. Þá hef­ur Jón Garðar m.a. gegnt stöðu stjórn­ar­manns hjá Arn­ar­laxi frá 2014 til 2015, fram­kvæmda­stjóra Haf­kalks ehf. frá 2012 til 2020 og ráðgjafa hjá KPMG á ár­un­um 2010 til 2012.

Kjersti Haugen hef­ur verið ráðin nýr fram­kvæmda­stjóri sölu­sviðs, en hún gegndi áður stöðu rekstr­ar­stjóra sölu­fyr­ir­tæk­is­ins Sea­born. Fram kem­ur í til­kynn­ing­unni frá Arn­ar­laxi að Haugen hafi yf­ir­grips­mikla reynslu af sölu fiskaf­urða og hef­ur unnið að flutn­ing­um og sölu á alþjóðleg­um vett­vangi frá ár­inu 1987.

Sea­born gekk í fyrra frá samn­ing­um við þrjú eld­is­fyr­ir­tæki hér á landi (Lax­ar fisk­eldi, Fisk­eldi Aust­fjarða og Arctic Fish) um að selja lax frá þeim und­ir sam­eig­in­legu vörumerki (Ice­born) og var Haugen viðmæl­andi 200 mílna við til­efnið. Arn­ar­lax var ekki meðal þeirra fyr­ir­tækja sem tóku þátt í verk­efn­inu.

Þá hef­ur Arn­ar­lax ráðið Johnny Ind­ergård í stöðu ferskvatns­stjóra. Hann hef­ur níu ára reynslu af seiða- og stór­seiðafram­leiðslu frá MOWI í Nor­egi, sem er jafn­framt lang­stærsta lax­eld­is­fyr­ir­tæki í heimi.

Hjört­ur Met­húsalems­son mun gegna stöðu verk­efna­stjóra í viðskiptaþró­un­ar­deild, en hann hef­ur und­an­far­in tvö ár starfað hjá Mat­væla­stofn­un (MAST). Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Hjört­ur tek­ur til starfa hjá Arn­ar­laxi þar sem hann var áður líf­fræðing­ur hjá fyr­ir­tæk­inu.

Rún­ar Ingi Pét­urs­son er nýr fram­leiðslu­stjóri í vinnslu Arn­ar­lax. Hann hef­ur reynslu af sjáv­ar­út­vegi sem sjó­maður og í upp­sjáv­ar­verk­smiðju sem rekstr­ar­stjóri verk­taka.

mbl.is