Ragnar Þór leggst gegn Síldarvinnslunni

Síldarvinnslan í Neskaupstað.
Síldarvinnslan í Neskaupstað.

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formaður VR, sagði á face­booksíðu sinni í gær að hann vonaði að hvorki al­menn­ing­ur né sjóðir í eigu al­menn­ings myndu „láta krónu“ í Síld­ar­vinnsl­una, en hluta­fjárút­boð fé­lags­ins hefst 10. maí nk.

Í færsl­unni spyr Ragn­ar hver staða líf­eyr­is­sjóða sé varðandi fjár­fest­ingu í fé­lagi sem stjórnað er af ein­stak­ling­um „sem liggja und­ir rök­studd­um grun um pen­ingaþvætti, skattaund­an­skot, launaþjófnað og mút­ur, í mörg­um lönd­um. Sem hlýt­ur þá að flokk­ast und­ir skipu­lagða alþjóðlega glæp­a­starf­semi.“

Þá spyr Ragn­ar hvort að með hluta­fjárút­boðinu eigi að „veiða al­menn­ing inn í net út­gerðarfyr­ir­tækja“ til að skapa sátt um fisk­veiðistjórn­un­ar­kerfið, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ragn­ar Þór tjá­ir sig um vænt­an­leg hluta­fjárút­boð, en hann lagðist gegn því í fyrra að Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna tæki þátt í hluta­fjárút­boði Icelanda­ir. Fjár­mála­eft­ir­lit Seðlabank­ans gagn­rýndi hvernig staðið var að þeirri sniðgöngu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: