Eftir að greint var frá skilnaði milljarðamæringsins Bills Gates við Melindu Gates var greint frá því að hann hefði farið í langt helgarfrí með fyrrverandi kærustu sinni, Ann Winblad, á hverju ári. Gates og Winblad dvöldu oftar en ekki í litlu strandhúsi í Norður-Karólínuríki.
Umrætt strandhús hefur verið til leigu síðan 2016. Húsið stendur nálægt bænum Corolla á Outer Banks. Í því eru fjögur svefnhergi, tvö baðherbergi og greitt aðgengi að ströndinni.
Þrjár nætur yfir helgi kosta tæpar 340 þúsund en mikil eftirspurn hefur verið eftir húsinu í heimsfaraldrinum. Næsta lausa helgi í því er í september.