Fylgjast með ferðum borgarísjaka með gervihnöttum

Ingibjörg Jónsdóttir, dósent í landafræði við jarðvísindadeild Háskóla Íslands, segir …
Ingibjörg Jónsdóttir, dósent í landafræði við jarðvísindadeild Háskóla Íslands, segir blessunarlega séu slysin vegna borgarísjaka fátíð. Árni Sæberg

Með gervi­hnatta­mynd­um er hægt að vakta hvernig vind­ar og haf­straum­ar bera borga­rís­jaka um lang­an veg. Betri vökt­un og skrán­ing eyk­ur ör­yggi sjófar­enda.

Þeir sem séð hafa verðlauna­kvik­mynd­ina Tit­anic vita að borga­rís­jak­ar geta verið mikl­ir skaðvald­ar úti á sjó. Íslensk­ir sjófar­end­ur þurfa að gæta sín sér­stak­lega á ís­jök­um og haf­ís og er ekki alltaf hægt að stóla á að rat­sjár og ann­ar ör­ygg­is­búnaður um borð komi auga á ís­inn.

Ingi­björg Jóns­dótt­ir, dós­ent í landa­fræði við jarðvís­inda­deild Há­skóla Íslands, seg­ir að bless­un­ar­lega séu slys­in fátíð en vax­andi sókn skemmti­ferðaskipa og jafnt stórra sem smárra skúta á norðlæg­ar slóðir kunni að auka lík­urn­ar á óhöpp­um.

Sigurður Pétursson siglir í gegnum ísbreiðu á dráttarbátnum Þyt.
Sig­urður Pét­urs­son sigl­ir í gegn­um ís­breiðu á drátt­ar­bátn­um Þyt. mbl.is/Ó​mar Óskars­son

„Vand­inn snýr m.a. að því að selj­end­ur ferða þurfa að skipu­leggja þær langt fram í tím­ann og allt þarf að stand­ast. En magn haf­íss og ís­jaka get­ur verið mjög breyti­legt á milli ára og kann að vera hægt að sigla inn í sund á strönd Græn­lands í júlí eitt árið en í sama mánuði næsta ár get­ur ís­inn verið of mik­ill til að ör­uggt sé að fara þar inn. Er áhyggju­efni að skip­stjór­ar gætu tekið áhættu á slík­um ferðum til að koma farþegum á áfangstað á þeim tíma sem þeim var lofað.“

Yf­ir­borðið virk­ar eins og segl

Ingi­björg tek­ur þátt í um­fangs­mik­illi rann­sókn sem snýst um að skrá­setja og greina ferðir borga­rís­jaka á ís­lensk­um hafsvæðum. Þar eru ná­kvæm­ar gervi­tungla­mynd­ir notaðar til að byggja ít­ar­leg­an gagna­grunn um borga­rís­jaka við Ísland og m.a. koma auga á ef ís­jök­un­um fjölg­ar mikið eða ef breyt­ing­ar verða á úbreiðslu þeirra og tíðni í kom­um. Gagna­grunn­inn má m.a. nota til að auka ör­yggi sjófar­enda en líka til að skilja bet­ur vind- og haf­strauma­kerfið.

„Al­mennt séð er erfitt að spá fyr­ir um rek borga­rís­jaka því þeir eru svo óreglu­leg­ir í lög­un og megnið af þeim er und­ir yf­ir­borði sjáv­ar. Það hvert borga­rís­jak­ann rek­ur velt­ur bæði á vind­um og haf­straum­um en stund­um get­ur yf­ir­borð ís­jak­ans virkað eins og nokk­urs kon­ar segl,“ út­skýr­ir Ingi­björg.

Helga María AK við hlið borgarísjaka. Þeir geta verið ansi …
Helga María AK við hlið borga­rís­jaka. Þeir geta verið ansi stór­ir. Ljós­mynd/​Brim

Rétt er að minna les­end­ur á mun­inn á borga­rís­jök­um og haf­ís, og eins rifja upp þann mun sem er á borga­rís­jök­um á suður­heim­skauti og á norður­heim­skauti. „Haf­ís verður til þegar yf­ir­borð sjáv­ar­ins frýs, er mun þynnri en borga­rís­jak­ar og rek­ur yf­ir­leitt með haf­straum­um. Borga­rís­jak­ar eru hins veg­ar hluti sem brotn­ar af jökl­um sem kelf­ir í sjó fram. Á suður­skaut­inu er ein­kenn­andi að borga­rís­jak­arn­ir eru mjög stór­ir og nærri því kassa­laga, enda flest­ir brot af stór­um ís­hell­um, en á norður­slóðum koma borg­ar- ís­jak­arn­ir frá skriðjökl­um og eru al­mennt minni,“ út­skýr­ir Ingi­björg.

Nán­ast um leið og borga­rís­jak­inn byrj­ar að fljóta af stað tek­ur hann að bráðna en bráðnun­in fer að mest­um hluta fram und­ir yf­ir­borði sjáv­ar. Bráðnun­in breyt­ir þyngd­arpunkti ís­jak­ans svo hann hreyf­ist og snýst á ferðalagi sínu um hafið, og brotn­ar í minni ein­ing­ar. Seg­ir Ingi­björg hægt að greina merki þess að skriðjökl­ar á vest­ur­strönd Græn­lands kelfi nú hraðar í sjó fram en áður á meðan breyt­ing­in er hæg­ari á aust­ur­strönd­inni.

Sjást ekki alltaf á rat­sjá

Fram til þessa hafa sjófar­end­ur og Land­helg­is­gæsl­an haft nán­ar gæt­ur á borga­rís­jök­um og haf­ís og seg­ir Ingi­björg að ís­lensk­ir skip­stjór­ar séu dug­leg­ir að til­kynna um ferðir borga­rís­jaka. Er gott að vara aðra við enda geti verið erfitt að koma auga á ís­jak­ana við ákveðin skil­yrði. All­ir jak­ar sem skip vita ekki af, geta valdið hættu og haf­ís og borga­rís geta valdið skaða, t.d. í fisk­eldi á fjörðum úti.

„Það hvort borga­rís­jaki sést vel á skiparat­sjá ræðst m.a. af því hvort lygnt er í sjó­inn eður ei. Í mikl­um öldu­gangi verður erfiðara að greina smærri ís­jak­ana eða borg­ar­brot á rat­sjá,“ seg­ir hún og bæt­ir við að gervi­hnatta­mynd­ir bjóði upp á ein­stak­lega gott rann­sókn­ar­tæki enda megi nota þær til að koma auga á ís­jak­ana óháð skýja­fari og að aðgengi hafi batnað svo að sækja má gervi­hnatta­mynd­ir oft­ar og í betri upp­lausn. Þar grein­ast hins veg­ar ekki smæstu jak­arn­ir.

Ein ástæða þess að dregið hef­ur úr sjó­slys­um vegna haf­íss og borga­rís­jaka er að alþjóðlegt sam­starf er í kring­um eft­ir­lit á alþjóðavísu. „Þau ríki sem eiga aðild að sam­starf­inu gæta þess m.a. að sam­ræmi sé í korta­gerð þannig að t.d. skip sem sigl­ir frá Kan­ada til Nor­egs sjái sam­bæri­leg tákn í öll­um gögn­um sem kort­leggja staðsetn­ingu ís­jaka.“

Ljós­mynd/​Aðsend

Mikið líf und­ir ísjaðrin­um

Borga­rís­jak­ar og haf­ís virðast ekki hafa mik­il áhrif á líf­ríki hafs­ins eða dag­legt líf fólks uppi á landi um þess­ar mund­ir. Ingi­björg seg­ir að fyrr á öld­um hafi haf­ís­inn verið meira vanda­mál enda gat hann þá tor­veldað bæði veiðar og sigl­ing­ar til lands­ins og oft að heyjaðist illa ef haf­ís hélst við strend­ur Íslands langt fram á sum­ar.

„Árið 1965 kom haf­ís upp að landi og þótti mörg­um að það hefði nei­kvæð áhrif á síld­veiðar en það árið, og þau næstu á eft­ir, var sjór­inn fyr­ir norðan landið mjög kald­ur. Þá er haf­ís­jaðar­inn oft á straumskil­um og mikið líf í haf­inu þar und­ir. Er þekkt að þegar skip veiða teg­und­ir á borð við rækju þá draga þau net­in ná­lægt jaðrin­um.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: