Kona hefur verið sökuð um að hafa kýlt flugfreyju bandaríska flugfélagsins American Airlines og rifið í hár hennar. Atvikið átti sér stað í flugi American Airlines frá Miami til New York sunnudaginn 2. maí.
Samkvæmt kæru sem skilað var inn í New York stóð konan upp úr sæti sínu á meðan flugi stóð og fór að elta flugfreyjuna. Hún skammaði hana fyrir að tína ekki upp rusl og fór að æpa á hana.
Þegar annar flugþjónn reyndi að skerast í leikinn brást konan ókvæða við og sakaði flugþjóninn um að hafa ýtt sér. Síðan kýldi hún flugþjóninn sem skarst í leikinn og reif í hár hennar.
Þegar áhöfnin náði að stía þeim í sundur fór konan að rífast við annan farþega og kýldi svo einn flugþjón til viðbótar.
Áhöfnin óskaði eftir því að vélinni yrði nauðlent á næsta fluvelli en fékk neitun. Lögreglumaður um borð, sem ekki var á vakt, skarst í leikinn og hafði hemil á konunni þar til vélin lenti í New York. Þar var konan handtekin.