Ánægjulegast að sjá smáan humar

Humarvertíðin er hafin en hún er heldur lítil í ár, …
Humarvertíðin er hafin en hún er heldur lítil í ár, enda bara brot af því sem hún einu sinni var. Vonir eru um að smærri humrar séu merki um aukna nýliðun í stofninum. Ljósmynd/VSV

„Humar­veiðin fer bet­ur af stað en við þorðum að vona og ánægju­leg­ast er að sjá líka smá­an hum­ar í afl­an­um,“ seg­ir Sverr­ir Har­alds­son, sviðsstjóri botn­fisksviðs Vinnslu­stöðvar­inn­ar í Vest­manna­eyj­um, í færslu á vef fyr­ir­tæk­is­ins.

„Hrun humarstofns­ins stafaði af bresti í nýliðun og von­andi boðar þessi smá­hum­ar betri tíð fyr­ir stofn­inn. Lát­um samt vera að draga víðtæk­ar álykt­an­ir af slík­um vís­bend­ing­um,“ seg­ir hann. Vinnslu­stöðin fer með um 19% af afla­marki í humri og er því humarkvóti fé­lags­ins 30 tonn á þessu fisk­veiðiári.

Unnið á humarvertíð hjá Vinnslustöðinni.
Unnið á humar­vertíð hjá Vinnslu­stöðinni. Ljós­mynd/​VSV

Veiðisvæðin hefðbund­in

Humarstofn­inn hef­ur staðið höll­um fæti um nokk­urt skeið og hef­ur út­gef­inn humarkvóti verið lækkaður tölu­vert og það litla afla­mark sem gefið er út, 143 tonn, veitt til að halda áfram veiðum í til­rauna­skyni og meta ástand stofns­ins.

Haf­rann­sókna­stofn­un lækkaði í janú­ar stofn­matið um 27%. Það er því óhætt að segja að þeir sem hafa stundað humar­veiðar hafi ekki haft mikl­ar vænt­ing­ar til veiða árs­ins, enda nam heild­arafl­inn 2.250 tonn­um fyr­ir um ára­tug eða tæp­lega fimmtán­falt meira.

Skip Vinnslu­stöðvar­inn­ar, Dranga­vík VE og Brynj­ólf­ur VE, héldu til humar­veiða í apríl og hafa landað í tvígang. Á vef út­gerðar­inn­ar er greint frá því að „veiðisvæðin eru hefðbund­in í upp­hafi vertíðar, á Breiðamerk­ur­dýpi og Horna­fjarðardýpi. Ef að lík­um læt­ur fær­ist sókn­in vest­ar þegar kem­ur fram í júní en mest hef­ur verið veitt á svæðinu við Eld­ey und­an­far­in ár.“ En veiðar hafa verið bannaðar í Jök­ul­dýpi og Lóns­djúpi.

Til­rauna­veiðar með gildr­ur í Breiðafirði hóf­ust í fyrra á Imgu P SH. Sverr­ir ger­ir ráð fyr­ir að Inga P SH verði gerð á ný út á veg­um Vinnslu­stöðvar­inn­ar til slíkra humar­veiða.

„Inga P er í slipp sem stend­ur en við stefn­um að því að taka upp þráðinn frá því í fyrra­haust þegar gildruveiðarn­ar á Breiðafirði skiluðu ár­angri fram­ar von­um. Þær gengu vel og áhuga­vert er að þreifa sig áfram til að ná góðum tök­um á þess­um veiðiskap.“

mbl.is