Samþykkja 138% stærra eldi í Dýrafirði

Frá eldi Arctic Fish í Dýrafirði. Nú hefur fyrirtækið heimild …
Frá eldi Arctic Fish í Dýrafirði. Nú hefur fyrirtækið heimild til að hafa 10.000 tonn af laxi í firðinum. Ljósmynd/Ágúst Atlason

Mat­væla­stofn­un (MAST) hef­ur veitt Arctic Sea Farm hf. (Arctic Fish) rekstr­ar­leyfi sem heim­il­ar 10.000 tonna lax­eldi í Dýraf­irði í sam­ræmi við þá til­lögu sem kynnt var í janú­ar, en frest­ur til að gera at­huga­semd­ir rann út í fe­brú­ar. Um er að ræða 138% stækk­un á fyrra leyfi.

„Um er að ræða nýtt rekstr­ar­leyfi sem heim­il­ar allt að 10.000 tonna há­marks­líf­massa af laxi á hverj­um tíma. Burðarþols­mat Haf­rann­sókna­stofn­un­ar og áhættumat stofn­un­ar­inn­ar gera ráð fyr­ir 10.000 tonn­um af frjó­um laxi í Dýraf­irði,“ seg­ir á vef MAST.

Fram­kvæmd­in hef­ur farið íg­egn­um mat á um­hverf­isáhrif­um og er talið að hún sé í flest­um til­vik­um hafa í för með sér óveru­leg um­hverf­isáhrif. Þau áhrif sem kunna að vera nei­kvæð eru tal­in staðbund­in og aft­ur­kræf.

Starf­sem­in er einnig háð rekstr­ar­leyfi Um­hverf­is­stofn­un­ar.

mbl.is