Matvælastofnun (MAST) hefur veitt Arctic Sea Farm hf. (Arctic Fish) rekstrarleyfi sem heimilar 10.000 tonna laxeldi í Dýrafirði í samræmi við þá tillögu sem kynnt var í janúar, en frestur til að gera athugasemdir rann út í febrúar. Um er að ræða 138% stækkun á fyrra leyfi.
„Um er að ræða nýtt rekstrarleyfi sem heimilar allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi á hverjum tíma. Burðarþolsmat Hafrannsóknastofnunar og áhættumat stofnunarinnar gera ráð fyrir 10.000 tonnum af frjóum laxi í Dýrafirði,“ segir á vef MAST.
Framkvæmdin hefur farið ígegnum mat á umhverfisáhrifum og er talið að hún sé í flestum tilvikum hafa í för með sér óveruleg umhverfisáhrif. Þau áhrif sem kunna að vera neikvæð eru talin staðbundin og afturkræf.
Starfsemin er einnig háð rekstrarleyfi Umhverfisstofnunar.