Síldarvinnslan veitti 47,5 miljónir í styrki

Björgunarsveitarfólk að störfum á Seyðisfirði í desember. Björgunarsveitirnar fengu 8 …
Björgunarsveitarfólk að störfum á Seyðisfirði í desember. Björgunarsveitirnar fengu 8 milljón króna styrk vegna skriðufallanna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Síld­ar­vinnsl­an veitti á síðasta ári styrki að 47,5 millj­ón­um króna. Mest til íþrótta- og æsku­lýðsstarfs eða 16,2 millj­ón­ir króna auk þess sem heil­brigðistengd mál­efni hlutu 9,5 millj­ón­ir króna og björg­un­ar­sveit­ir 9,2 millj­ón­ir, en þar af voru 8 millj­ón­ir vegna skriðufall­anna á Seyðis­firði. Þetta er meðal þess sem fram kem­ur í sam­fé­lags­skýrslu fyr­ir­tæk­is­ins.

Þá var fé­laga­sam­tök­um veitt­ar 5,3 millj­ón­ir, 2,1 millj­ón var út­hlutað til menn­ing­ar­mála, 1,7 millj­ón­ir til mennta­mála og 3,5 millj­ón­ir til ýmsa annarra verk­efna. Styrk­irn­ir hafa verið með bein­um fjár­fram­lög­um, gjöf­um eða kaup­um á aug­lýs­ing­um.

„Það hef­ur því alltaf verið lögð mik­ill áhersla á að taka þátt í upp­bygg­ingu sam­fé­lags­ins með veit­ingu styrkja til góðra mál­efna og ým­issa sam­taka. […] Í þessu sam­bandi má helst nefna styrki til björg­un­ar­sveita og Fjórðungs­sjúkra­húss­ins í Nes­kaupstað en sjúkra­húsið hef­ur verið styrkt til tækja­kaupa og hef­ur það aukið þjón­ustu og ör­yggi íbúa. Síld­ar­vinnsl­an hef­ur einnig styrkt starf­semi Verk­mennta­skóla Aust­ur­lands til kaupa á tækj­um sem nýt­ast í kennslu. Æsku­lýðsstarf er styrkt ár­lega og einnig stak­ir viðburðir. Íþrótta­fé­lög eru styrkt á hverju ári og fer oft­ar en ekki mesta fjár­fram­lagið til þess mála­flokks,“ seg­ir í skýrsl­unni.

mbl.is