„Sýndarmennska að halda öðru fram“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra stóð í ströngu við að svara fyr­ir­spurn­um um stöðu sjáv­ar­út­vegs­ins í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag. Logi Ein­ars­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formaður Viðreisn­ar, spurðu meðal ann­ars að því hvort auðlinda­ákvæði og veiðigjöld skiluðu sann­gjarnri rentu til sam­fé­lags­ins frá þeim sem nýta fisk­veiðiauðlind­ina.

Þor­gerður Katrín beindi at­hygl­inni að hags­munaaðilum og eign­ar­haldi í sjáv­ar­út­vegi, þar sem Norðmenn, Fær­ey­ing­ar og Namib­íu­menn væru til að mynda að herða tök­in í þeim efn­um. Hún spurði hvort Katrín hefði áhyggj­ur af þeirri þróun sem hafi orðið hér á landi hvað það varðaði og hvort ráðherr­ann myndi beita sér fyr­ir að setja fram auðlinda­ákvæði þar sem tíma­bind­ing rétt­indaaðgangs að auðlind­inni yrði lyk­il­atriði.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sakar Katrínu Jakobsdóttur um sýndarmennsku.
Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir sak­ar Katrínu Jak­obs­dótt­ur um sýnd­ar­mennsku. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Myndi und­ir­strika rétt ís­lensku þjóðar­inn­ar

Katrín benti á frum­varp sitt um breyt­ing­ar á stjórn­ar­skrá og sagði að ef auðlinda­ákvæðið væri samþykkt í þeirri mynd sem hún hef­ur sett fram, væri skýrt að þær heim­ild­ir yrðu ekki af­hent­ar var­an­lega. Þær væru annað hvort tíma­bundn­ar eða upp­segj­an­leg­ar og myndu svara ákalli al­menn­ings um slíkt at­kvæði í stjórn­ar­skrá.

Þor­gerður steig aft­ur upp í pontu og sagði slíkt auðlinda­ákvæði vera sýnd­ar­mennsku og að auðlinda­ákvæðið sem liggi nú fyr­ir gefi lands­mönn­um lítið sem ekk­ert.  

„Auðvitað get­ur hátt­virt­ur þingmaður ekki komið hér upp og kallað þetta ákvæði sýnd­ar­mennsku. Það er stór­mál að und­ir­strika þjóðar­eign­ar­hug­takið í stjórn­ar­skrá,“ svaraði Katrín.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Ein­ars­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

„Þetta auðlinda­ákvæði sem hér ligg­ur fyr­ir í þing­inu myndi und­ir­strika rétt ís­lensku þjóðar­inn­ar til sinna auðlinda og það er rangt og það er sýnd­ar­mennska að halda öðru fram,“ sagði hún.

Sann­gjörn renta

Á und­an Þor­gerði kom Logi Ein­ars­son í pontu og krafðist svara af ráðherra hvort hún teldi það sann­gjarna rentu að frá 2010 hefðu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­in greitt rúma hundrað millj­arða til eig­enda sinna í arðgreiðslur, sem væri tvö­falt meira en veiðigjöld sama tíma­bils.

Katrín svaraði því til að gjöld­in væru af­komu­tengd og myndu til að mynda hækka í ár miðað við síðasta ár. Hún sagði að sann­gjörn renta sner­ist um stærra sam­hengi, m.a. hvaða þak væri sett á eign­ar­hluti í nýt­ing­ar­heim­ild­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina