Banna veiðar á rauðum dögum

Ekki verður heimilt að stunda strandveiðar á rauðum dögum.
Ekki verður heimilt að stunda strandveiðar á rauðum dögum. mbl.is/Sigurður Bogi

Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, und­ir­ritaði breytta reglu­gerð um strand­veiðar í dag. Með breyt­ing­unni verður ekki heim­ilt að verða að veiðum á svo­kölluðum rauðum dög­um, að því er fram kem­ur á vef Fiski­stofu. Þannig verður ekki hægt að stunda strand­veiðar á upp­stign­ing­ar­dag 13. maí, ann­an í hvíta­sunnu 24. maí, þjóðhátíðardag­inn 17. júní eða frí­dag versl­un­ar­manna 2. ág­úst.

Í færslu á vef Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda er vak­in at­hygli á þeim rök­um sem sam­bandið tel­ur mæla með bann­inu. Er þar nefnd mik­il fjölg­un báta með strand­veiðileyfi í upp­hafi tíma­bils, afla­aukn­ing milli ára á fyrstu þrem dög­um veiðanna (úr 225 tonn­um í 588 tonn), að út­gefið afla­magn kláraðist í fyrra og veiðar voru stöðvaðar 19. ág­úst og að enn sé ekki tryggt að veiðidag­ar verði 48 eins og sam­bandið vill sjá.

„Með breyt­ing­unni er hægt að teygja sókn­ina sem lengst inn í ág­úst þegar að jafnaði fæst hærra verð en í maí,“ seg­ir í færsl­unni.

mbl.is