„Frá Búrgundí í Bústaðahverfið“

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill að hið opinbera hætti …
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill að hið opinbera hætti einokun áfengisverslunar á netinu. Ljósmynd/Samsett

Sig­ríður Á. And­er­sen, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sagði á Alþingi í dag að löngu tíma­bært væri að færa áfeng­is­versl­un á einka­markaði „heim í hérað“. Átti hún þá við að leyfa verði inn­lend­um aðilum að kaupa og selja áfengi á net­inu, rétt eins og er­lend­um aðilum er leyft að gera hér á landi. 

„Með auk­inni net­versl­un und­an­far­inna ára hef­ur ein­ok­un Áfeng­is- og tób­aksversl­un rík­is­ins til að mynda verið rof­in að því leyti að Íslend­ing­ar geta núna með ein­föld­um hætti pantað áfengi frá öðrum smá­söl­um en ÁTVR, en þó aðeins frá er­lend­um smá­söl­um hand­an hafs­ins með til­heyr­andi óhagræði fyr­ir viðskipta­vini hér á landi vegna tíma og kostnaðar sem fylg­ir þess­um flutn­ingi yfir hafið,“ sagði Sig­ríður í umræðum um störf þings­ins í dag.

„Und­an­farna daga hef­ur verið sagt frá því í frétt­um að franskt fyr­ir­tæki, San­tew­ines SAS, bjóði Íslend­ing­um nú að kaupa vín á vef sín­um og fá það af­hent sam­dæg­urs eða næsta virka dag. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um á vef fyr­ir­tæk­is­ins er birgðahald fyr­ir­tæk­is­ins hér á landi sem út­skýr­ir stutt­an af­greiðslu­tíma. Það er rétt að halda því til haga að fyr­ir­tækið skil­ar, að því að mér skilst, öll­um áfeng­is­skött­um til rík­is­sjóðs og áfeng­is­versl­un­ar­inn­ar og gæt­ir einnig að aldri viðskipta­vina.“

Sig­ríður spurði svo und­ir lok ræðu sinn­ar hvers vegna verið væri að halda í þessa rík­isein­ok­un. Hún sagðist ekki trúa því að drykkju­venj­ur Íslend­inga breytt­ust ef heim­il­is­fang söluaðila áfeng­is væri skráð hér á landi eða í Búrg­úndí-héraði í Frakklandi, sem þekkt er fyr­ir vín­fram­leiðslu. 

Virðuleg­ur for­seti. Við eig­um að færa þessa versl­un heim í hérað, frá Búrg­undí í Bú­staðahverfið, svo dæmi sé tekið. Kom­inn tími til fyr­ir löngu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina