Ginsburg hefði misst 17 ár

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.

Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir, þingmaður Viðreisn­ar, fjallaði í dag, sem oft­ar, um Ruth Bader Gins­burg og störf henn­ar und­ir liðnum störf þings­ins á Alþingi í dag. 

Mér varð hugsað til upp­á­halds­dóm­ar­ans þegar ég las þenn­an dóm, hvernig hún hefði teiknað upp rök­semd­irn­ar kæmi svona dóms­mál inn í henn­ar sal. Þar gilti þessi regla að vísu ekki og 70 ára regl­an hefðu leitt til þess að hún hefði ekki dæmt nein mál síðustu 17 árin af ferli sín­um.

Það hefði verið al­var­leg­ur miss­ir fyr­ir banda­rískt sam­fé­lag. Hún sat sem dóm­ari til dauðadags, lést 87 ára að aldri, og komu marg­ir af henn­ar þýðing­ar­mestu dóm­um síðustu árin. Hvaða lær­dóm og reynslu drög­um af því?,“ sagði Þor­björg Sig­ríður. 

Til­efnið var mál kenn­ara sem vildi fá upp­sögn sína dæmda ógilda. Ástæða starfs­lok­anna var ein­fald­lega að kenn­ar­inn hafði náð 70 ára aldri og taldi kenn­ar­inn ómál­efna­legt að ald­ur­inn einn réði því að hann fengi ekki leng­ur að kenna. 

Þor­björg fagnaði vinnu hjá Reykja­vík­ur­borg um sveigj­an­leg starfs­lok sem veita fólki val­frelsi um starfs­lok. 

mbl.is