Bergur Þorri sækist eftir 4. sæti

Bergur Þorri Benjamínsson hefur ákveðið að sækjast eftir 4. sæti …
Bergur Þorri Benjamínsson hefur ákveðið að sækjast eftir 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í suðvesturkjördæmi. Ljósmynd/Aðsend

Berg­ur Þorri Benja­míns­son, formaður Sjálfs­bjarg­ar, hef­ur ákveðið að gefa kost á sér í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokks­ins í Suðvest­ur­kjör­dæmi og sæk­ist eft­ir 4. sæti á lista flokks­ins fyr­ir kom­andi alþing­is­kosn­ing­ar.

„Eft­ir mikla yf­ir­legu hef ég ákveðið að sækj­ast eft­ir 4. sæti  í vænt­an­legu próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokks­ins í suðvest­ur­kjör­dæmi,“ seg­ir Berg­ur Þorri í til­kynn­ingu.

„Aðgengi­legt sam­fé­lag fyr­ir alla án þrösk­ulda er betra sam­fé­lag þar sem hver ein­stak­ling­ur fær að njóta sín. For­send­ur fyr­ir slíku sam­fé­lagi eru öfl­ugt at­vinnu­líf sem vill taka við öll­um vinn­andi hönd­um,“ seg­ir hann.

Á mánu­dag til­kynnti Bryn­dís Har­alds­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, að hún sækt­ist eft­ir 2. sæti lista flokks­ins í kjör­dæm­inu og Kar­en Hall­dórs­dótt­ir til­kynnti í gær að hún vill 3. sæti.

mbl.is