Hildur stefnir á 3.-4. sæti

Hildur Sverrisdóttir.
Hildur Sverrisdóttir. Ljósmynd/Margrét Seema Takyar

Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, varaþingmaður og aðstoðarmaður ráðherra, hef­ur til­kynnt um fram­boð sitt í 3. - 4. sæti í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík.

Hild­ur er 1. varaþingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík suður. Hún hef­ur áður sinnt störf­um sem borg­ar­full­trúi og þingmaður og starfar í dag sem aðstoðarmaður ferðamála-, iðnaðar og ný­sköp­un­ar­ráðherra. Auk þess hef­ur Hild­ur sinnt ýms­um trúnaðar­störf­um fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn, m.a. sem nú­ver­andi formaður stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að því er seg­ir í frétta­til­kynn­ingu. 

„Í hinum mis­mun­andi störf­um mín­um á ólík­um sviðum stjórn­mál­anna hef ég séð að stjórn­mál skipta raun­veru­legu máli og hvernig á þeim er haldið. Ég hef beitt mér fyr­ir frelsi fólks til að haga lífi sínu eft­ir eig­in höfði, að at­hafna­semi og hug­mynda­auðgi sé tekið fagn­andi og að staðreynd­ir og heild­ar­hags­mun­ir eigi að vera í for­grunni ákv­arðana. Frels­is­mál; ein­stak­lings­frelsið, skoðana­frelsi, frelsi í at­vinnu­líf­inu, kyn­frelsi og tján­ing­ar­frelsi hafa verið mér hug­leik­in og verða áfram for­send­ur og mæli­kv­arði alls sem ég geri. 

Öflugt at­vinnu­líf er mik­il­væg­asta for­senda þess að við get­um gert það sem okk­ur ber skylda til; tryggja tæki­færi og mennt­un og hlúa að þeim sem þurfa aðstoð. Því er brýnt að á kom­andi kjör­tíma­bili sé staðinn vörður um kröft­uga viðspyrnu í kjöl­far efna­hags­áfalla og heims­far­ald­urs. Ég tel að ég geti komið að gagni við þessi verk­efni á Alþingi og óska eft­ir stuðningi í 3. - 4. sæti í kom­andi próf­kjöri, sem skili mér í annað sætið í öðru hvoru Reykja­vík­ur­kjör­dæm­anna í mik­il­væg­um kosn­ing­um framund­an." 

Hild­ur er fædd árið 1978 og lauk meist­ara­prófi í lög­fræði frá Há­skól­an­um í Reykja­vík 2008 og hlaut lög­manns­rétt­indi árið 2009. 

Hún skrifaði um ára­bil bakþanka í Frétta­blaðið og rit­stýrði bók­inni Fant­así­ur, um kyn­ferðis­leg­ar fant­así­ur ís­lenskra kvenna, sem kom út sum­arið 2012.

Hild­ur starfaði sem lög­fræðing­ur og lögmaður hjá fjöl­miðlafyr­ir­tæk­inu 365. Með laga­námi starfaði hún sem fram­kvæmda­stjóri V-dags­ins gegn kyn­ferðis­brot­um. Hún starfaði einnig sem fram­kvæmda­stjóri Reykja­vík Dance Festi­val og gegndi stöðu fram­kvæmda­stjóra Jafn­ingja­fræðslunn­ar fyr­ir ÍTR og mennta­málaráðuneytið. Hild­ur hef­ur einnig starfað er­lend­is, meðal ann­ars á lög­manns­stof­unni Am­brose App­el­be í London og í flótta­manna­búðum í Serbíu.  

mbl.is