Samdráttarskeið að baki?

Ferðaþjónustan mun væntanlega rétta úr kútnum í sumar.
Ferðaþjónustan mun væntanlega rétta úr kútnum í sumar. AFP

Evr­ópu­sam­bandið hef­ur birt nýja hag­vaxt­ar­spá sem er mun bjart­sýnni en fyrri spá fyr­ir árið í ár og næsta ár. Þar kem­ur fram að góður gang­ur í bólu­setn­ing­um og efna­hags­áætl­un sam­bands­ins muni verða til þess að sam­drátt­ar­skeiðinu fari að ljúka.

Sam­kvæmt hagspá ESB er spáð 4,3% hag­vexti á evru-svæðinu í ár og 4,4% hag­vexti á því næsta. Í fe­brú­ar spáði ESB því að hag­vöxt­ur­inn yrði 3,8% bæði árin. 

Fyr­ir öll ríki ESB er spáð 4,2% hag­vexti í ár og 4,4% árið 2022. Þetta er í sam­ræmi við spá Alþjóða gjald­eyr­is­sjóðsins. 

Skuggi Covid-19 er byrjaður að hverfa af hag­kerfi Evr­ópu seg­ir Paolo Gentiloni sem fer með efna­hags­mál í fram­kvæmda­stjórn ESB. 

Paolo Gentiloni kynnti hagspá ESB í dag.
Paolo Gentiloni kynnti hagspá ESB í dag. AFP
mbl.is