Rúmlega tvöföld eftirspurn í útboðinu

Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar.
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar. mbl.is/Sigurður Bogi

Al­mennu hluta­fjárút­boði Síld­ar­vinnsl­unn­ar lauk klukk­an 16 í gær og þykir hafa heppn­ast vel. Í útboðinu voru boðnir til sölu 447,6 millj­ón­ir hluta af áður út­gefn­um hlut­um. Rúm­lega tvö­föld eft­ir­spurn var frá bæði al­menn­ingi og fag­fjár­fest­um og nýttu selj­end­ur sér heim­ild til að fjölga seld­um hlut­um í útboðinu um 51 millj­ón hluta.

Frá þessu er greint á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

Útgefið hluta­fé í Síld­ar­vinnsl­unni nem­ur 1.700 millj­ón­um hluta. Selj­end­ur samþykktu áskrift­ir fyr­ir 498,6 millj­ón­ir hluta eða 29,3% af hluta­fé fé­lags­ins.

Áskrift­ir und­ir millj­ón ekki skert­ar

Nær 6.500 áskrift­ir bár­ust, fyr­ir um 60 millj­arða króna. Í til­boðsbók A var end­an­legt útboðsgengi 58 krón­ur á hlut og verða áskrift­ir í bók­inni ekki skert­ar und­ir einni millj­ón króna að kaup­verði. Skerðing áskrifta á útboðsgengi í til­boðsbók A er að öðru leyti hlut­falls­leg, að því er fram kem­ur á vef fé­lags­ins.

Í til­boðsbók B reynd­ist end­an­legt útboðsgengi 60 krón­ur á hlut.

„Skerðing áskrifta var í sam­ræmi við skil­mála útboðsins. Fjár­fest­ar sem til­greindu lægra útboðsgengi fengu ekki út­hlutað. Sölu­and­virði nam 29,7 millj­örðum króna,“ seg­ir á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

Gjald­dagi og eindagi áskrift­ar­loforða í útboðinu er 20. maí 2021 og er áætlað að af­henda kaup­end­um hluti í Síld­ar­vinnsl­unni 26. maí 2021 að und­an­geng­inni greiðslu.

Ánægju­legt að sjá áhuga al­menn­ings

Áætlað er að viðskipti með hluta­bréf í Síld­ar­vinnsl­unni hefj­ist 27. maí 2021 en Nas­daq Ice­land mun til­kynna um fyrsta viðskipta­dag með hluta­bréf­in með minnst eins viðskipta­dags fyr­ir­vara.

Haft er eft­ir Gunnþóri Ingva­syni, for­stjóra Síld­ar­vinnsl­unn­ar, að virki­lega ánægju­legt sé að sjá áhuga al­menn­ings og fag­fjár­festa á sjáv­ar­út­vegi, sem krist­all­ist í niður­stöðum útboðsins.

„Ég vil bjóða nýja hlut­hafa vel­komna í Síld­ar­vinnsl­una og þakka það mikla traust sem þeir hafa sýnt fé­lag­inu og starfs­fólki þess. Með fyr­ir­hugaðri skrán­ingu fé­lags­ins í Kaup­höll verður Síld­ar­vinnsl­an með þá sér­stöðu að vera eina skráða fé­lagið með höfuðstöðvar á lands­byggðinni.“

mbl.is