Fyrstu miðarnir hjá flugfélaginu Play fóru í sölu í dag en í dag er einmitt afmælisdagur forstjóra flugfélagsins, Birgis Jónssonar. Birgir fagnar 48 ára afmæli.
Miðarnir fóru í sölu á sjötta tímanum í morgun og í tilefni dagsins bauð flugfélagið upp á þúsund frímiða.
Fyrsta flugið er til London og kostar miðinn þangað frá 6.500 krónum. Seinna í sumar verður einnig flogið til Alicante, Barcelona, Berlínar, Kaupmannahafnar, Parísar og Tenerife.
Fyrsta flug félagsins verður 24. júní.