Lífeyrissjóður verslunarmanna var með

Síldarvinnslan verður senn skráð á markað í Kauphöll Íslands.
Síldarvinnslan verður senn skráð á markað í Kauphöll Íslands. Ljósmynd/Síldarvinnslan

Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna tók þátt í hluta­fjárút­boði Síld­ar­vinnsl­unn­ar. Þetta hef­ur Morg­un­blaðið fengið staðfest. Ekki ligg­ur ná­kvæm­lega fyr­ir hversu stór­um hlut sjóðnum var út­hlutað í ljósi þess að hlut­ur fag­fjár­festa var skert­ur vegna mik­ill­ar eft­ir­spurn­ar. Hins veg­ar er ljóst að hlut­ur­inn nem­ur um ein­um millj­arði króna.

Stjórn sjóðsins hef­ur því ekki látið und­an þrýst­ingi Ragn­ars Þórs Ing­ólfs­son­ar, for­manns VR, sem kallað hafði eft­ir því að líf­eyr­is­sjóðir og al­menn­ing­ur tækju ekki þátt í útboði fé­lags­ins sem lauk í síðustu viku. Þar seldu nú­ver­andi eig­end­ur fé­lags­ins 29,3% hlut í fé­lag­inu fyr­ir 29,7 millj­arða króna.

Síld­ar­vinnsl­an verður skráð á skipu­leg­an hluta­bréfa­markað Kaup­hall­ar Íslands 27. maí næst­kom­andi. Eru hlut­haf­ar fyr­ir­tæk­is­ins nú um 7.000 tals­ins.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: