Minnihlutavernd í veiðifélögum samþykkt

Lög um minnihlutavernd í veiðifélögum hafa verið samþykkt á Alþingi.
Lög um minnihlutavernd í veiðifélögum hafa verið samþykkt á Alþingi. mbl.is/Árni Sæberg

Frum­varp til laga um breyt­ingu á lög­um um lax- og sil­ungsveiði, þar sem auk­in minni­hluta­vernd í veiðifé­lög­um var lögð til, var samþykkt á Alþingi í gær. 

Sam­bæri­legt frum­varp var lagt fram á síðasta þingi en náði ekki fram að ganga. 

Meðal breyt­inga sem frum­varpið nær til er grein lag­ana sem kveður á um ráðstöf­un veiðirétt­ar. Nýju ákvæði var bætt við um að samþykki hið minnsta tveggja þriðju­hluta at­kvæða þurfi ef lagt er til að draga úr veiði frá því sem tíðkast hef­ur á viðkom­andi veiðisvæði, nema að breyt­ing­arn­ar séu óveru­leg­ar. 

Frum­varpið sem um ræðir er stund­um kennt við Ratclif­fe, bresk­an auðkýf­ing sem keypt hef­ur upp stóra hluta veiðirétt­ar í ís­lensk­um lax- sil­ungsveiðiám. 

Með frum­varp­inu er reynt að tor­velda að einn aðili geti stjórnað al­gjör­lega ákvörðunum sem snúa að ákveðnum veiðifé­lög­um, þó að hann eigi meiri­hluta í veiðirétti ár­inn­ar. 

Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra sem lagði fram frum­varpið, hef­ur þó neitað að frum­varpið hafi verið lagt fram til höfuðs Ratclif­fe. 

mbl.is