Flýr dramað til Havaí með unnustunni

Aaron Rodgers og Shailene Woodley eru á Havaí.
Aaron Rodgers og Shailene Woodley eru á Havaí. Samsett mynd

NFL-stjarnan Aaron Rodgers og unnusta hans, leikkonan Shailene Woodley, njóta lífsins á Havaí um þessar mundir. Rodgers hefur átt í erjum við lið sitt Green Bay Packers. 

Rodgers hefur leikið 16 leiktíðir með liðinu og átt góðu gengi að fagna. Nú eru sögusagnir á kreiki um að leikstjórnandinn knái vilji leita á önnur mið. 

Nú er Rodgers hins vegar fjarri öllu drama á Oahu þrátt fyrir að undirbúningstímabilið í NFL-deildinni fari senn að hefjast. 

Þau Rodgers og Woodley hafa verið í miklum ferðahug undanfarnar vikur og fóru til dæmis í Disney World í Flórída fyrir nokkum vikum.

mbl.is