Hvalveiðar hluti af menningu norðurskauts

Hvalveiðar á Íslandi
Hvalveiðar á Íslandi mbl.is/Ómar

For­seti ICC, sam­taka inúíta, lýsti yfir áhyggj­um af bann­væðingu hval­veiða og ann­ars kon­ar tak­mörk­un­um á veiðirétti við norður­skaut. Hann fagnaði því að um­hverf­is­vernd væri aft­ur á dag­skrá ráðsins og ít­rekaði að á norður­skaut­inu byggi fólk.

Hval­veiðar varða ekki ein­ung­is fæðu- og efna­hags­legt ör­yggi frum­byggja norðurs­ins held­ur eru hval­veiðar horn­steinn menn­ing­ar­arfs þeirra. „Menn­ing okk­ar verður ekki bönnuð, um það eru eng­ar mála­miðlan­ir,“ sagði James Stotts í gegn­um upp­töku á ráðherra­fundi Norður­skauts­ráðsins í dag.

James Stotts forseti ICC, samtaka inúíta.
James Stotts for­seti ICC, sam­taka inúíta. Skjá­skot/​ARCTIC COUNCIL MINI­STER­IAL

Stotts spurði að lok­um hvaða máli þátt­taka skipti ef eng­inn hlustaði á rödd þeirra. Nú væri kom­inn tími á að nýta þekk­ingu frum­byggja ásamt vís­ind­um, „við verðum ekki aðskil­in frá fæðu okk­ar og menn­ingu“.

mbl.is