Umframafli fyrir 2,8 milljónir króna

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátasjómanna, segir einkennilegt að þurfa að …
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátasjómanna, segir einkennilegt að þurfa að hafa áhyggjur af því að það fiskast vel. Mbl.is/Golli

Veður hef­ur leikið við strand­veiðisjó­menn og fara því veiðar vel af stað. Á fyrstu tveim vik­um strand­veiðanna lönduðu strand­veiðibát­ar 1.306 tonn­um sem er 12,04% af þeim 11.100 tonn­um sem veiðunum hef­ur verið ráðstafað, en alls hafa 557 bát­ar fengið út­hlutað strand­veiðileyfi.

„Það er ein­kenni­legt að þurfa að hafa áhyggj­ur af því þegar vel fisk­ast,“ svar­ar Örn Páls­son, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda (LS), spurður hvort hann hafi áhyggj­ur af því að veiðarn­ar nái ráðstöfuðu magni áður en strand­veiðitíma­bil­inu lýk­ur. „Til að tryggja sátt um strand­veiðar verður að setja í lög að þær megi stunda í 48 daga án þess að hafa áhyggj­ur af því hvort veiðist 10 eða 15 þúsund tonn,“ seg­ir hann.

Á strand­veiðum má hver bát­ur landa að há­marki 650 kíló af slægðum afla í þorskí­gild­um talið í hverri veiðiferð. Í ann­arri viku strand­veiða voru 190 skip sem lönduðu 9.351 kílói um­fram leyfi­legt magn og var um 60% af um­framafl­an­um landað á svæði A, en ágóði af sölu þeirra fiska renn­ur í rík­is­sjóð. Miðað við 297 króna meðal­verð á fisk­mörkuðum aðra viku veiðanna runnu tæp­ar 2,8 millj­ón­ir til rík­is­sjóðs.

Á fyrstu viku veiðanna mátti gera ráð fyr­ir að um 2,5 millj­ón­ir runnu til rík­is­sjóðs vegna um­framafla, en þá nam hann 9,9 tonn­um.

Vilja færa milli róðra

„Í alltof mörg­um til­fell­um, því miður, hef­ur mönn­um ekki tek­ist að passa upp á að afli fari ekki yfir leyfi­leg­an skammt. Þó þessi afli myndi ekki tekj­ur hjá sjó­mönn­um þá telst hann inni í heild­arafla strand­veiða og skerðir því hlut þeirra sem eru alltaf rétt­um meg­in,“ seg­ir Örn um um­framafla strand­veiðibát­anna. „Auðvitað er það ekki á færi nema snill­inga að koma með að landi eft­ir dag­inn 774 kg af úr­valsþorski, þar sem tekst að veiða þá stærð sem mest eft­ir­spurn er eft­ir.“

Aflalandað úr strandveiðibát.
Afla­landað úr strand­veiðibát. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Þá seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn að LS hafi lagt áherslu á að strand­veiðisjó­mönn­um verði veitt aukið svig­rúm og að heim­ilað verði að færa hluta af afla yfir á næsta róður. „Vel hef­ur verið tekið í þessa til­lögu hjá Fiski­stofu og er hún nú til skoðunar í sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­inu.“

„Ann­ars reyn­ir LS eft­ir fremsta megni að höfða til betri vit­und­ar manna að hlíta þeim regl­um sem gilda um veiðarn­ar. Passa upp á að veiða ekki um­fram það sem leyfi­legt er. Vissu­lega get­ur það verið erfitt í ein­staka til­fell­um, því menn vilja jú alltaf ná skammt­in­um og þrír væn­ir fisk­ar sem bíta á í lok róðurs leiða oft til um­framafla. Að því leyti myndi pör­un­in koma til móts við menn,“ bæt­ir Örn við að lok­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: