Fiskistofa birti rangar strandveiðitölur

Umframafli strandveiðibáta var mun minni en Fiskistofa sagði fyrst. Stofnunin …
Umframafli strandveiðibáta var mun minni en Fiskistofa sagði fyrst. Stofnunin breytti tölunum en tilgreindi ekki að breytingin hafði átt sér stað. Ljósmynd/Gunnar Páll Baldursson

Tölu­leg gögn sem birt voru á vef Fiski­stofu 18. maí um um­framafla í ann­arri viku strand­veiða var breytt þannig að bát­ar með um­framafla voru nafn­greind­ir á vef stofn­un­ar­inn­ar án þess að hafa unnið sér það til saka að hafa komið að landi með um­rætt magn af um­framafla.

Færsla á vef Fiski­stofu, sem enn er dag­sett 18. maí er nú með aðrar töl­ur en þegar blaðamaður 200 mílna nýtti töl­urn­ar við vinnslu frétt­ar um um­framafla. Bát­ur­inn Kaja ÞH-66 sem sagður var hafa komið að landi með 821 kíló af um­framafla er því ekki leng­ur á lista þeirra sem komu með yfir hundrað kílóa um­framafla. Jafn­framt er Hólmi ÞH-56 sem skráður var fyr­ir 460 kílóa um­framafla nú sagður hafa verið með 104 kíló.

Leiðin­legt að verða út­hrópaður

Nokk­ur umræða hef­ur orðið meðal strand­veiðimanna eft­ir um­fjöll­un­ina, enda er um­framafli tek­inn af heild­arafla sem strand­veiðum er út­vegað. „Þetta er bara leiðin­legt að vera út­hrópaður fyr­ir að vera að taka af fé­lög­um sín­um sem ég hef ekki verið að gera,“ seg­ir Sig­urður Ragn­ar Krist­ins­son, sem ger­ir út Köju ÞH-66, í sam­tali við 200 míl­ur.

Hann kveðst ekki ergi­leg­ur eft­ir að bát­ur hanns var sagður hafa verið með 821 kílóa um­framafla. Það ein­fald­lega get­ur gerst að það eigi sér stað mann­leg mis­tök og fagn­ar hann því að rétt­ar töl­ur hafi verið birt­ar.

„Þarna hafa menn tekið brúttó-afla­töl­ur. Þetta er fisk­ur sem er sett­ur í krap úti á sjó og ennþá meiri krap í öðrum kör­um uppi á bryggju þegar hon­um er landað. Síðan er hann end­ur­vi­gtaður úr krap­an­um dag­inn eft­ir og þá verða til svona skraut­leg­ar ís­pró­sent­ur,“ út­skýr­ir Sig­urður.

Til­greina ekki leiðrétt­ingu

Eng­in leiðrétt­ing eða til­kynn­ingu um upp­færslu hef­ur verið birt í færsl­unni á vef Fiski­stofu, en eins og sést ber­sýni­lega á yf­ir­lits­mynd­um sem fengn­ar eru úr sömu færslu á vef stofn­un­ar­inn­ar er gríðarleg­ur mun­ur á talna­efn­inu. Fyrri mynd­in er feng­in 18. maí en sú nýrri 21. maí.

Þá er um­framafli í ann­arri viku nú sagður hafa verið 7.594 kíló en var sagður 9.351 kíló. Jafn­framt er fjöldi strand­veiðibáta sem sinntu veiðum sagðir hafa verið 186 en fyrst var sagt að þeir væru 190 tals­ins.

Tölurnar eins og þær voru birtar á vef Fiskistofu 18. …
Töl­urn­ar eins og þær voru birt­ar á vef Fiski­stofu 18. maí.
Tölurnar eins og þær birtast 21. maí.
Töl­urn­ar eins og þær birt­ast 21. maí.
mbl.is