Hægt miðar í sjómannadeilum

Frá Grindavíkurhöfn.
Frá Grindavíkurhöfn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lítið hef­ur miðað á sátta­fund­um í kjaraviðræðum Sjó­manna­sam­bands Íslands við Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi og litl­ar lík­ur nú tald­ar á að tak­ast muni að ljúka samn­ing­um fyr­ir sjó­mannadag­inn eins og von­ir stóðu til fyr­ir nokkr­um vik­um.

,,Það er mjög lít­il hreyf­ing. Það er bara verið að fara yfir helstu mál­in í sam­töl­um og svo hafa menn unnið í und­ir­hóp­um á milli fund­anna, sam­an og hver í sínu lagi,“ seg­ir Val­mund­ur Val­munds­son, formaður Sjó­manna­sam­bands­ins. „Við ætluðum að vera bún­ir fyr­ir sjó­mannadag en mér líst ekki á það. Það verður ekki fund­ur fyrr en á miðviku­dag­inn í næstu viku.“

Aðspurður seg­ir Val­mund­ur að viðræðurn­ar séu ekki komn­ar á það stig að farið sé að ræða aðgerðir til að þrýsta á um gerð samn­inga.

Svipaða sögu er að segja af gangi viðræðna Sjó­manna­fé­lags Íslands, VM og Sjó­manna- og vél­stjóra­fé­lags Grinda­vík­ur sem eru í sam­floti í kjaraviðræðum við SFS en fé­lög­in hafa líkt og SÍ og Fé­lag skip­stjórn­ar­manna vísað yf­ir­stand­andi deilu til rík­is­sátta­semj­ara fyr­ir nokkru.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: