Hagnaður Brims 1,7 milljarðar

Eiginfjárstaða Brims var góð við lok fyrsta ársfjórðungs.
Eiginfjárstaða Brims var góð við lok fyrsta ársfjórðungs. mbl.is/Hari

Hagnaður Brims nam 10,9 millj­ón­um evra, jafn­v­irði 1,7 millj­arða króna, á fyrsta árs­fjórðungi, sam­an­borið við 429 þúsund evr­ur, jafn­v­irði 66,2 millj­óna króna, hagnað á sama tíma bili í fyrra (miðað við meðal­gengi evru á fyrsta fjórðungi, 154,3).

Guðmund­ur Kristjáns­son, for­stjóri fé­lags­ins, bend­ir á að loðnu­vertíð hafi gengið vel eft­ir tveggja ára veiðibann. „Loðnu­vertíðin var gjöf­ul og mik­il verðmæti búin til úr litl­um afla þar sem þekk­ing starfs­fólks og fjár­fest­ing­ar und­an­far­inna ára nýtt­ust vel í þess­ari verðmæta­sköp­un.“

Eig­in­fjárstaða fé­lags­ins var sterk í lok tíma­bils­ins og var 43% og lækkaði lít­il­lega úr 44% frá ára­mót­um. Kem­ur lækk­un­in til af því að búið er að skuld­færa arðgreiðslu sem kom til greiðslu 30. apríl á efna­hags­reikn­ingi sam­stæðunn­ar. Guðmund­ur seg­ir að staða á botn­fisk­mörkuðum hafi verið stremb­in. Afurðaverð á þorski og ýsu hafi haldið sér en minni spurn eft­ir karfa og ufsa hafi lækkað verð á þeim teg­und­um. Er það von fyr­ir­tæk­is­ins að markaðir taki að jafna sig vegna minni áhrifa kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: