Hagnaður Brims 1,7 milljarðar

Eiginfjárstaða Brims var góð við lok fyrsta ársfjórðungs.
Eiginfjárstaða Brims var góð við lok fyrsta ársfjórðungs. mbl.is/Hari

Hagnaður Brims nam 10,9 milljónum evra, jafnvirði 1,7 milljarða króna, á fyrsta ársfjórðungi, samanborið við 429 þúsund evrur, jafnvirði 66,2 milljóna króna, hagnað á sama tíma bili í fyrra (miðað við meðalgengi evru á fyrsta fjórðungi, 154,3).

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri félagsins, bendir á að loðnuvertíð hafi gengið vel eftir tveggja ára veiðibann. „Loðnuvertíðin var gjöful og mikil verðmæti búin til úr litlum afla þar sem þekking starfsfólks og fjárfestingar undanfarinna ára nýttust vel í þessari verðmætasköpun.“

Eiginfjárstaða félagsins var sterk í lok tímabilsins og var 43% og lækkaði lítillega úr 44% frá áramótum. Kemur lækkunin til af því að búið er að skuldfæra arðgreiðslu sem kom til greiðslu 30. apríl á efnahagsreikningi samstæðunnar. Guðmundur segir að staða á botnfiskmörkuðum hafi verið strembin. Afurðaverð á þorski og ýsu hafi haldið sér en minni spurn eftir karfa og ufsa hafi lækkað verð á þeim tegundum. Er það von fyrirtækisins að markaðir taki að jafna sig vegna minni áhrifa kórónuveirufaraldursins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: