Ræða kæru á hendur Jóhannesi

Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu.
Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu. Skjáskot/Kveikur

Sam­herji legg­ur á ráð­in um að kæra Jó­hann­es Stef­áns­son upp­ljóst­ara í Na­míbu og saka hann um þjófn­að. Eini til­gang­ur­inn virð­ist vera að hræða hann frá því að bera vitni gegn Sam­herja og starfs­mönn­um fyr­ir­tæk­is­ins vegna mútu­greiðslna til stjórn­mála­manna í Namib­íu. Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í Stund­inni í dag en þar og í Kjarn­an­um er fjallað um gögn sem fjöl­miðlarn­ir hafa und­ir hönd­um varðandi sam­skipti starfs­manna Sam­herja sín á milli um hvernig eigi að bregðast við gagn­vart um­fjöll­un fjöl­miðla um fyr­ir­tækið, meðal ann­ars með greina­skrif­um í nafni Páls Stein­gríms­son­ar skip­stjóra. 

Frétt Stund­ar­inn­ar um Jó­hann­es

Þrjú í lyk­il­hlut­verki

Sam­kvæmt Stund­inni gegna þrír ein­stak­ling­ar þar lyk­il­hlut­verki. Þetta eru Þor­björn Þórð­ar­son al­manna­teng­ill, Arna Bryn­dís McClure Bald­vins­dótt­ir lög­mað­ur og Páll Stein­gríms­son skip­stjóri. Sá síð­ast­nefndi hef­ur lát­ið birta í sínu nafni fjölda greina sem Þor­björn og Arna hafa ým­ist skrif­að eða rit­stýrt. Öll eru þau í beinu sam­bandi við Þor­stein Má Bald­vins­son, for­stjóra Sam­herja, Björgólf Jó­hanns­son, sem tíma­bund­ið var for­stjóri út­gerð­ar­inn­ar, og Jón Ótt­ar Ólafs­son, rann­sak­anda fyr­ir­tæk­is­ins sam­kvæmt um­fjöll­un Stund­ar­inn­ar og Kjarn­ans.

Kjarn­inn hafði sam­band við helstu stjórn­end­ur Sam­herja vegna um­fjöll­un­ar­inn­ar og lagði fyr­ir þá fjöl­marg­ar spurn­ing­ar í tengsl­um við þessa um­fjöll­un. Þeim fyr­ir­spurn­um var beint til Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, Björgólfs Jói­hanns­son­ar og Ei­ríks Jó­hanns­son­ar, stjórn­ar­for­manns Sam­herja.

Páll Stein­gríms­son vildi ekki ræða efn­is­lega um grein­ar­skrif sín eða sam­skipti við stjórn­end­ur Sam­herja þegar Kjarn­inn náði tali af hon­um. Ekki náðist sam­band við Þor­björn Þórðar­son, sem svaraði ekki sím­töl­um frá blaðamanni Kjarn­ans.

Í svari sem Arn­ar Þór Stef­áns­son, lögmaður á Lex, sendi fyr­ir hönd Sam­herja síðdeg­is í gær kom fram að fyr­ir lægi að þau gögn sem um­fjöll­un Kjarn­ans bygg­ir á hafi feng­ist með inn­broti í síma og tölvu Páls Stein­gríms­son­ar, starfs­manns Sam­herja. Páll hafi kært inn­brotið og meðferð gagn­anna til lög­reglu fyr­ir fá­ein­um dög­um þar sem málið bíði lög­reglu­rann­sókn­ar. „Hvorki Sam­herji hf. né fyr­ir­svars­menn fé­lags­ins munu fjalla um inn­tak gagna sem aflað hef­ur verið með refsi­verðum hætti. Með því væri verið að ljá um­fjöll­un vægi sem hún á ekki skilið. Fyr­ir­spurn­um yðar verður því ekki svarað.“

Í svari Arn­ars Þórs er þó til­tekið að rétt sé að fram komi að „starfs­fólk Sam­herja hf. hef­ur full­ar heim­ild­ir til að ráða ráðum sín­um um sam­eig­in­leg mál­efni sín og fé­lags­ins og ekk­ert óeðli­legt við það, sér í lagi þegar þeir og fé­lagið sæta slík­um árás­um sem á þeim hafa dunið að und­an­förnu af hálfu fjöl­miðla.“

Ábyrgðar­menn Kjarn­ans vilja taka fram að um­rædd gögn sem eru grund­völl­ur um­fjöll­un­ar miðils­ins bár­ust frá þriðja aðila. Starfs­fólk Kjarn­ans hef­ur eng­in lög­brot framið og fjöldi for­dæma eru fyr­ir því hér­lend­is sem er­lend­is að fjöl­miðlar birti gögn sem eiga er­indi við al­menn­ing án þess að hafa upp­lýs­ing­ar um hvernig þeirra var aflað. Það var skýr niðurstaða ábyrgðarmanna Kjarn­ans að hluti gagn­anna ætti sterkt er­indi og því eru al­manna­hags­mun­ir af því að fjalla um þau með ábyrg­um hætti.

Hand­stýrðu Páli

Í Stund­inni kem­ur fram að sam­skipti sem Stund­in hef­ur séð sýna hvernig Þor­björn og Arna ým­ist skrifa eða í raun hand­stýra þess­um skip­stjóra, Páli Stein­gríms­syni, í skrif­um sín­um til varn­ar Sam­herja. Hann bauð fram aðstoð sína í þess­um til­gangi strax 20. nóv­em­ber árið 2019, átta dög­um eft­ir birt­ingu Sam­herja­skjal­anna. Boð sem Mar­grét Ólafs­dótt­ir, aðstoðarmaður Þor­steins Más Bald­urs­son­ar, for­stjóra út­gerðarris­ans, seg­ir í tölvu­pósti til Þor­björns að sé „ef við þurf­um nafn á ein­hver skrif“. Þor­björn svar­ar um hæl með orðunum: „Frá­bært að vita af þessu. Ég vista núm­erið hans og net­fang. Mér finnst mjög lík­legt að þetta nýt­ist.“ 

Og það varð raun­in, að því er seg­ir í Stund­inni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina