Samningar Play áþekkir þeim sem ASÍ var hlynnt

mbl.is/Hari

Birgir Jónsson, forstjóri nýja flugfélagsins Play, segist í samtali við mbl.is ekki hafa kynnt sér þær tölur sem ASÍ setur fram sem dæmi um launaliði félagsins. Hann segir umræðuna afbakaða.

„Þetta er orðinn einhver leikur að tölum,“ segir Birgir. „Upphaflega voru ásakanirnar þær að launin væru langt undir lágmarkslaunum og jafnvel atvinnuleysisbótum og að félagið væri svo gott sem að segja sig úr samfélagi siðaðs fólks. Síðan voru settar fram tölur þar sem fullyrt er að launin séu þrjátíu prósentum lægri en hjá Icelandair. Það er ekki sama málið,“ útskýrir Birgir.

ASÍ reyni að þvinga félagið

Hann segir launakostnað Play vissulega vera lægri en hjá Icelandair og miðast við kjarasamning við Íslenska flugstéttarfélagið.

„Þetta er eitthvað sem semja á um við samningaborðið, ekki að hvetja 130 þúsund félaga sína til að sniðganga félag. Þetta er bara eitthvað sem tekið er fyrir í kjarasamningum. ASÍ er að reyna að þvinga okkur í einhvern kjarasamning við Flugfreyjufélag Íslands, sem hvorki stendur til né okkur ber skylda til að gera,“ segir Birgir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: